Saga - 1988, Síða 21
UPPELDI OG SAMFÉLAG Á ISLANDI Á UPPLÝSINGARÖLD 19
gagnrýni á undanförnum árum.1 Hið sama má segja um ályktanir
sem ýmsir fræðimenn hafa dregið um sama efni af tölfræðilegum
niðurstöðum, einkum varðandi ungbarnadauða - ályktanir sem til
hægðarauka má einkenna með heitinu tómlætiskenning.2 Vegna
þessarar gagnrýni m.a. hafa menn í vaxandi mæli leitast við að
sannprófa hugarfarssögulegar ályktanir, sem byggðar eru á tölfræði-
legum niðurstöðum, með því að nýta eftir föngum frásagnarheimildir
eins og sjálfsævisögur, æviminningar og dagbækur sem vitna um
persónuleg viðhorf og skoðanir.3 Hér býr að baki sú vænting að slíkar
heimildir geti veitt innsýn í hugarheim almennings, nánast milliliða-
laust, eftir því sem um getur verið að tala.
Þetta er vissulega eftirsóknarvert keppikefli; en hvað tímabilið fyrir
miðja 19. öld áhrærir, er ljóst að takmarkaður heimildakostur veldur
því að ekki verður komist ýkja langt með tilstyrk slíkra heimilda.
Ástæðan er vitaskuld sú að áður en skriftarkunnátta náði nokkuð
almennri útbreiðslu var lítil von til þess að óbreytt alþýðufólk skildi
eftir sig slíka vitnisburði.4 Fágæti þeirra, ekki aðeins á íslandi heldur
einnig í grannlöndunum, gerir ennfremur að verkum að ekki er heigl-
um hent að draga af þeim almennar ályktanir. Ætla má að slíkt sé því
meiri vandkvæðum bundið sem það þjóðfélag er sundurleitara sem
höfundarnir uxu upp í.5 Altént sýnist full ástæða til að halda vitnis-
burðum þeirra, sem hafa með einum eða öðrum hætti skráð reynslu
sína af uppvexti og uppeldi, aðgreindum eftir stétt og stöðu foreldra,
jafnólíkar og allar aðstæður manna voru á þessum tíma.6 Þegar á
heildina er litið, virðast a.m.k. íslenskar sjálfsævisögur og ævi-
minningar, sem varða tímabilið ca. 1770-1860, sýna að hinn mikli
munur sem var á ytri kjörum manna innbyrðis endurspeglast á marg-
1 Sjá, til viðbótar við heimildir sem ég vísa til í 1, Anders Brandström: 'De karlekslösa
mödrarna.' Spddbarnsdödligheten i Sverige under 1800-talet med sarskild hansyn till
Nedertorned (Umeá 1984), 52-56, 234-39.
2 Bernska, 28-29; „Bernsku- og uppeldissaga", 13-16; /, 79-83. í umfjöllun minni um
þetta efni má eflaust greina, frá einu riti til annars, vissar áherslubreytingar sem
endurspegla á sinn hátt þróun rannsókna á síðustu árum. Sjá aftanmálsgr. 3.
3 Sjá Bernska, 148-49; 1, 85-86; ennfr. Bjarne Stoklund: „On Interpreting Peasant Dia-
ries: Material Life and Collective Consciousness." Ethnologia Europeae 11 (2, 1979/
80), 190-207.
4 IV, 2. Sjá ennfr. Stoklund: Tilv.gr., 191-94.
5 Sjá aftanmálsgr. 4.
6 Þetta hef ég reynt að gera eftír föngum, sjá Bernska, 164-74, 180-84.