Saga - 1988, Page 24
22
LOFTUR GUTTORMSSON
síðarnefndu.1 í hagfræðilegu tilliti má segja að vaxtarskilyrði sjávar-
útvegs og þar með sjósóknarbyggða hafi takmarkast mjög af hags-
munum „sveitabænda"2; og skv. ríkjandi menningargildum bænda-
samfélagsins voru sjósóknarbyggðir álitnar gróðrarstía óreglu, óráð-
síu og ómennsku.3
Virði maður fyrir sér félagsgerð einstakra byggðarlaga, blasir við
sem vænta má mikill mismunur á heimilum eftir efnahagslegri og
félagslegri stöðu húsráðenda. Leiguábúð var vissulega hvarvetna ráð-
andi ábúðarform en íslenskir leiguliðar eiga naumast saman nema að
nafninu til, jafn sundurleitur hópur og þeir voru.4 Þeir sundurgrein-
ast m.a. áberandi eftir því hversu þeir höfðu staðfasta ábúð. Þar sem
vitneskja um þetta atriði skiptir verulegu máli frá sjónarmiði félags-
sögu (að uppeldissögu meðtalinni), hef ég athugað allítarlega ábúðar-
hætti í einu prestakalli á síðari helmingi 18. aldar (sjá VIII).
Vegna þess hve heiti og staðsetning ábýla á íslandi breyttist tiltölu-
lega lítið, a.m.k. frá töku manntalsins 1703 og fram eftir 19. öld, hætt-
ir mönnum til að eigna heimilum sem slíkum meira staðfesti en raun
ber vitni. Þegar ferill einstakra ábúenda í Reykholtsprestakalli er
rakinn, kemur í ljós að þeir skiptu að jafnaði alltítt um ábýli.5 Hitt
vekur þó meiri athygli hve tíðni ábúðarskipta var breytileg eftir ábú-
endum. Sumir bjuggu alla búskapartíð sína á sömu jörð, aðrir skiptu
mörgum sinnum um ábýli; að baki ábúðarskiptunum má greina vissa
hagsbótarviðleitni en annars er torvelt að koma auga á almenna reglu
er skýri hvers vegna sumir byggðu sömu jörð langtímum saman en
aðrir fluttust títt á milli ábýla.6 Aftur á móti er ljóst að meðal þeirra
ungmenna sem á annað borð ólust upp í foreldrahúsum bjó drjúgur
hluti við þær breytilegu aðstæður sem fylgdu einatt tíðum búferla-
flutningum.
1 VIII, 22-24.
2 Sjá Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the Foreign
Trade oflceland 1602-1787 (Lund 1983). Skrifter utgivna av ekonomisk-historiska för-
eningen 38. s. 17-18, 175-76.
3 Bernska, 128-31, 204-5; IV, 49-50.
4 Sjá t.d. umfjöllun Skúla Magnússonar: Tilv.rit, 178—79; ennfr. Harald Gustafsson:
Mellan kung och allmoge - ambetsmiin, beslutsprocess och inflytande pd 1700-talets Island
(Sth. 1985). Acta Universitatis Stockholmiensis 33. s. 24-28, 280-81.
5 VIII, 10-13.
6 Sama ritg., 13-17.