Saga - 1988, Page 26
24
LOFTUR GUTTORMSSON
eigið heimili: því fátækari sem húsráðendur voru þeim mun meiri lík-
ur voru á að börn þeirra færu í vist þegar upp úr fermingu.1
Vistráðning markaði ekki aðeins skil í uppvaxtarferli einstaklinga
að því leyti að hún skildi þá - tímabundið eða fyrir fullt og allt - frá
sínum nánustu; hún þýddi jafnframt að þeir voru nú í losaralegri
tengslum við byggð og bú en þeir höfðu þrátt fyrir allt verið meðan
þeir bjuggu í foreldrahúsum.2 Stöðu vinnuhjúsins fylgdu einatt tíð
vistaskipti frá einu heimili til annars.
Þegar íslenski vinnuhjúahópurinn er greindur eftir aldri, koma
áhrif hinnar sérstæðu samfélagsgerðar landsins á lífsferil einstaklinga
berlega í ljós. Manntalið 1703 sýnir reyndar færri í vinnumennsku á
aldursbilinu 10-19 ára en voru í sömu stöðu í grannlöndunum undir
lok aldarinnar,3 en þetta stafar eflaust af hinum óvenjulegu kringum-
stæðum sem þá ríktu í landinu.4 Þegar „eðlilegri" ytri skilyrði höfðu
skapast, eins og gera má ráð fyrir um það leyti sem manntalið 1729
var tekið, reynast vinnuhjú vera álíka mörg hlutfallslega í aldurs-
flokknum 15-19 ára og í Noregi og Englandi.5 Það sem skapar
íslensku þjóðfélagi sérstöðu er aftur á móti hið háa hlutfall vinnuhjúa
30 ára og eldri. Þetta gildir hvort heldur miðað er við niðurstöður
manntalsins 1703 eða 1729.6 Ekkert þjóðfélag í norðvestanverðri
Evrópu hélt jafnmörgum einstaklingum sínum í vinnumennsku langt
fram eftir aldri og hið íslenska; því fastlega má gera ráð fyrir að fæstir
þeirra, sem sátu enn í þessari stöðu kringum fertugt, hafi verið líkleg-
ir til þess að hefjast upp úr henni síðar á ævinni, með því að ganga í
hjúskap og stofna sjálfstætt heimili. Þetta þýðir m.ö.o. að hið háa
hlutfall ævihjúa (lifetime servants) var eitt gleggsta kennimark eða
formgerðareinkenni þessa þjóðfélags.
Þetta kennimark þýddi í reynd að umtalsverðum hluta „fullorð-
inna", og þó einkum kvenna, var meinað að öðlast persónulegt sjálf-
ræði og losna undan húsbóndavaldi annarra. Sjálft kennimarkið má
1 Bernska, 51-52; 104-5; VII, 6 (8-9). - Hvað ísland varðar, er þetta tilgáta sem hefur
ekki enn verið sannprófuð með tölfræðilegri greiningu á viðeigandi fólksfjölda-
gögnum.
2 VII, 3. - Hér gildir sama athugasemd og í undanfarandi nmgr.
3 Sama ritg., 31, tab. 2 (17).
4 Sjá Bernska, 109-11.
5 Sjá aftanmálsgr. 6.
6 VII, 31, tab. 2 (17); Bernska, 123-25.