Saga - 1988, Side 29
UPPELDI OG SAMFÉLAG Á ISLANDI Á UPPLÝSINGARÖLD 27
barn skyldi tileinka sér bóklæsi að vissu lágmarki. Ásamt hinni nýju
spurningaaðferð, sem var kjarninn í kennslufræði píetismans, var
hér kveðið á um byltingarkennt nýmæli;1 til þess að fylgja því eftir í
framkvæmd var um leið komið á fót hinu viðamikla eftirlitskerfi sem
að framan getur (sjá s. 15). Hvað lestrarkunnáttu áhrærir, hef ég sýnt
fram á að þessi nýja lagasetning skilaði mjög fljótlega áþreifanlegum
árangri.2
í víðara samhengi má líta á uppeldislöggjöf píetismans sem andsvar
yfirvalda við upplausnareinkennum íslensks samfélags og þeirri
félagslegu togstreitu sem var ígróin formgerð þess þegar hér var kom-
ið sögu.3 Löggjöfin ber jafnframt vitni viðleitni til þess að byggja upp
eiginlegt fræðslukerfi, frá einu þrepi til annars, á grunni hinnarlosara-
legu heimafræðsluhefðar sem hafði mótast smám saman frá því í ár-
daga siðbreytingar. Hér voru í fyrsta skipti settar skýlausar reglur, í
anda nútímalegrar stjórnsýslu, um markmið uppeldis og hvernig allir
aðilar skyldu hegða sér í einstökum atriðum.4 Einmitt vegna þess hve
löggjafinn lét sér annt um að laga reglurnar eftir ríkjandi aðstæðum,
birta þær eins konar spegilmynd af gerð og starfsháttum samfélagsins.
I þessu sambandi beinist athyglin sérstaklega að ákvæðum um
húsaga og ungdóminn. Það er sjálfsagt engin tilviljun að megin-
markmið þessarar uppeldislöggjafar koma fram í tilskipun um hús-
aganti: eins og þjóðfélagið var úr garði gert birtist sjálft heimilið mönn-
um sem eðlileg viðmiðun allra uppeldislegra markmiða. Það var í
reynd sú félagslega umgjörð sem yfirvöld kappkostuðu að fella alla
þegna landsins í - allt frá kornungum munaðarleysingjum og full-
orðnum vinnuhjúum til lasburða gamalmenna. En meðal óvanda-
bundins heimilisfólks munaði hér mest, eins og áður segir, um vinnu-
hjúin: ásamt börnum húsráðenda mynduðu þau ungdóminn sem
uppeldiskrafan beindist aðallega að og temja skyldi við reglur húsag-
ans. Eins og sýnt hefur verið fram á var vinnufólk háð þessum reglum
langt fram eftir aldri.5 En geta má nærri að húsbændum hefur oft
1 Bernska, 78-81; IV, 23-24.
2 „Læsefærdighed", 156-59, 162-64. - Eins og vikið verður að síðar, var þessi árang-
ur metinn mjög ófullnægjandi af upplýsingarmönnum sem gerðu strangari kröfur
um lestrargetu en píetistar, sjá hér aftar s. 29.
3 Bernska, 195-97.
4 Sama rit, 74-77, 80-83, 100-102; IV, 10.
5 Sama rit, 85-88.