Saga - 1988, Page 34
32
LOFTUR GUTTORMSSON
þá spurningu hverra sjónarmið hafi ráðið mestu við samningu
hennar, hins konunglega sendiboða, sjálfs Ludvigs Harboes, eða inn-
lendra ráðunauta hans? Bágt er að ímynda sér að skjal á borð við
húsagatilskipunina hafi orðið til án náins samráðs við íslenska emb-
ættismenn - og er þó ekki að efa að heittrúarmaðurinn danski var
óvanalega skarpskyggn á framandi aðstæður og fundvís á raunsæis-
pólitískar úrlausnir.1 Með því að kanna sérstaklega samspil Harboes,
íslenskra embættismanna og kirkjustjórnarráðsins danska við mótun
húsagatilskipunarinnar (og hins píetíska lagabálks yfirhöfuð), mætti
ef til vill leiða í ljós hversu þungt álit innlendra aðila vó í ákvörðunum
um grundvallaratriði í uppeldislöggjöf landsins.2
2. Ég hef látið að því liggja að fara megi nærri um hvernig til tókst
um framkvæmd þess hluta hinnar píetísku löggjafar sem varðar bók-
lega fræðslu (sbr. hér framar s. 16 og 27). Þess ber þó að gæta að þess-
ar niðurstöður byggja mjög einhliða á vitnisburðum stjórnsýsluaðila
sem voru skyldugir að lögum að gera yfirmönnum skilagrein fyrir
embættisfærslu sinni. Þegar svo er háttað, er jafnan viðbúið að heim-
ildirnar feli í sér hneigð til þess að fegra ástandið: það sem átti að vera
óhlutdræg skýrsla um ástand vill einatt verða vilhöll umsögn hlutað-
eigandi (t.d. sóknarprests) um eigin embættisfærslu. Helsta ráðið til
þess að ganga úr skugga um hugsanlega hneigð af slíkum toga er ef-
laust að beina athyglinni að samskiptum aðila á ýmsum þrepum
stjórnsýslunnar, t.d. sóknarpresta og prófasts, sóknarpresta/prófasta
og biskups. Slík athugun kynni að leiða í ljós ekki aðeins ósam-
kvæmni í vitnisburði hlutaðeigandi aðila heldur einnig að þeir hafi
túlkað gildandi reglur á ólíkan hátt eða metið árangur eftir ólíkum
mælikvörðum.3 Út frá þessu sjónarmiði væri fróðlegt að kanna starf-
semi hins píetíska fræðslukerfis, t.d. í ákveðnu prófastsdæmi á vissu
tímabili.
Ljóst er að lýsing á uppeldis- og fræðslustarfsemi verður harla
ófullkomin ef hún einskorðast við hið opinbera sjónarhorn laganna
og vitnisburði embættismanna sem settir eru til að framfylgja þeim.
Utan raða þeirra, meðal húsráðenda, foreldra og uppvaxandi barna,
1 Sjá aftanmálsgr. 12.
2 Slík könnun mundi tengjast beint rannsókn Haralds Gustafssons á hlut íslenskra
embættismanna í ákvörðunum um íslensk málefni á síðari helmingi 18. aldar, sjá
tilv. rit hans.
3 Sjá dæmi um þetta í „Læsefærdighed", 143-44, og IV, 28-29.