Saga - 1988, Page 36
34
LOFTUR GUTTORMSSON
við skýringar á því hvers vegna upplýsingin breytti ekki meiru um
almenna uppeldishætti landsmanna en raun ber vitni á því tiltölulega
stutta tímabili sem er við hana kennt: við því byggist enginn hvort
sem er nema sá sem léti blekkjast af kappsemi og eldmóði hugsjóna-
manna á borð við Magnús Stephensen. Hann hafi ætlað sér - með því
einu að falbjóða almenningi lestrarefni um gögn og gæði þessa heims
- að framkvæma á fáeinum áratugum viðlíka hugarfarsbreytingu á
veraldlega sviðinu og Guðbrandur Þorláksson biskup og eftirmenn
hans höfðu staðið fyrir á trúarsviöinu, með Hólaprent að vopni.1 Hér
mælir ekki aðeins tímabilslengdin gegn því að Magnús gæti jafnast á
við biskupinn heldur og hitt, sem skiptir meginmáli, að hin
lútherska bókvæðing studdist við samtvinnað stofnanavald ríkis og
kirkju þar sem hin veraldlega bókaútgáfa upplýsingarmanna sveif
aftur á móti í lausu lofti, ef svo mætti segja - hafði ekki á bak við sig
neitt opinbert stofnunarvald til þess að þrýsta á eftir boðskapnum.
Þessu sjónarmiði er ekki hægt annað en samsinna í meginatriðum.
Á hinn bóginn held ég því fram að um leið og tekið sé mið af því
hvernig forvígismennirnir skildu stöðu upplýsingarinnar í samtím-
anum, vakni forvitnilegar spurningar sem varða veigamikla drætti í
íslenskri félags- og menningarsögu. Sjálfsskilningur þeirra beinir
m.ö.o. athygli að ýmsum einkennum sem sérhver viðleitni til menn-
ingarlegrar nýsköpunar á íslandi hlaut að kljást við. Um þetta skulu
nú að síðustu nefnd tvö dæmi, annað varðandi sjálfa samfélagsgerð-
ina, hitt varðandi tengsl upplýsingarinnar og alþýðumenningar.
5. Það er varla ofsagt að uppeldisboðskapur upplýsingarinnar féll
í hálfgert félagslegt tómarúm hér á landi; með þessu á ég við að hann
hafi að mörgu leyti skírskotað til efnahags- og félagslegra aðstæðna
sem voru einfaldlega ekki fyrir hendi hérlendis.2 Með öðrum orðum
mætti segja að boðskapurinn hafi verið „á undan tímanum", sett á
dagskrá úrlausnarefni sem raunhæf skilyrði sköpuðust ekki til að
færa út í veruleikann fyrr en alllöngu síðar.3 Hér vísa ég ekki hvað
1 Varðandi þessa samjöfnun á bókaútgáfu Guðbrandar biskups og Magnúsar konfer-
ensráðs, sjá V, 254-55.
2 Rökstuðning fyrir þessari staðhæfingu er að finna í Bernska, 204-6, og IV, 36-39.
3 Pótt ólíku sé saman að jafna mætti heimfæra til upplýsingartímabilsins á Islandi
orðalag sem haft hefur verið um frönsku byltinguna 1792-1794, þ.e. „le temps des
anticipations", sjá Roland Mounsnier et Ernest Labrousse: Le XVIII siecle, 5. Histoire
générale des civilisations (Paris 1953), 405-27.