Saga - 1988, Page 38
36
LOFTUR GUTTORMSSON
íslenskur samtímaveruleiki þeim sem hálfgerð forneskja ef ekki bein-
línis villimennska.1 Þennan hugmyndaheim auðkenndu þeir gjarnan
með orðunum „hjátrú og hindurvitni"; í þessu fólst almenn for-
dæming þeirra á hugarfari sem hafði mótað íslenska menningu um
langan aldur og veitt landsmönnum meira eða minna sameiginlegan
skilning á fyrirbærum þessa heims og annars.2 Gegn þessum menn-
ingararfi tefldu upplýsingarmenn rökum vísindalegrar skynsemi og
hagsýni. Að þessu leyti markar boðskapur þeirra menningarsögulegt
rof; hann þýddi m.a. að nú var farið að tengja hina hefðbundnu
heimsmynd, blandna töfrahyggju og vættatrú, eindregið við alþýðu
manna. Sjálf hugmyndin „alþýðumenning" er þannig í sögulegum
skilningi nátengd baráttu upplýsingarmanna, sem voru par définition
„lærðir" menn, gegn þeirri menningararfleifð sem þeir álitu standa
boðskap sínum helst fyrir þrifum.3
Líklega birtist árekstur upplýsingar og alþýðumenningar hvergi
skýrar en í afstöðunni til lestrarefnis og bókmennta. í munni upplýs-
ingarmanna voru „sögur og rímur", þessi eftirlætisdægrastytting
alþýðu, samnefnari þeirrar menningarhefðar sem þeim var svo mjög
í mun að breyta.4 Þegar hér var komið sögu, höfðu þessar bókmennt-
ir varla enn öðlast virðingarsess prentaðs máls;5 en sem handritað
lestrarefni miðluðu þær menningargildum, sem stönguðust á við
borgaralega hagsýni, og fortíðarminningum sem að dómi upplýsing-
armanna brengluðu sögulega vitund almennings og firrtu hann eðli-
legu veruleikaskyni.6 Sem hversdagslegt lestrarefni miðluðu „sögur
og rímur" ákveðnum skilningi á íslenskri sögu (fortíð) en þessi saga
var í svo hrópandi andstöðu við samtímaaðstæður lesenda/áheyr-
enda að engin von þótti til þess að hún gæti eflt virka vitund um
nútímann.7 í sjálfri sagnahefðinni sáu margir upplýsingarmenn
þannig „söguleysi" og þar með beina afneitun á þeim nútíma sem
þeir kappkostuðu að koma löndum sínum í snertingu við.
1 IV, 35-36.
2 V, 264.
3 Sjá aftanmálsgr. 13.
4 V, 248-49, 257-61.
5 Sama rit, 257.
6 IV, 8-9; V, 258-60.
7 Sjá Kirsten Hastrup: „Entropisk elegi. Kristendommen og den sociale uorden pá
Island efter ár 1000". Stofskifte 12 (1985), 52-53.