Saga - 1988, Page 39
UPPELDI OG SAMFÉLAG A ÍSLANDI Á UPPLÝSINGAROLD 37
Skv. framansögðu má segja að upplýsingarmenn hafi staðið í
stöðugu stríði við íslenska (alþýðu)menningu. Um úrslit þess gildir
það sem hafa má fyrir satt um menningarátök yfirleitt að þeim lyktar
sjaldnast með ótvíræðum sigri annars aðilans á kostnað hins. Eðli
S1nu samkvæmt myndar menning ákveðna samfellu milli kynslóða
°g þetta veldur því m.a. að allar tímabilsákvarðanir í menningarsögu
eru afstæðar. Sé því haldið fram, eins og ég hef gert hér, að upplýs-
lngin marki tímamót í íslenskri menningarsögu, þá vísar sú ályktun
fyrst og fremst til sjálfs boðskaparins. Hann fól það í sér að íslenskt
mannfélag var ekki lengur sjálfgefið, allt að því órætt fyrirbæri, á
valdi guðdómlegra og/eða náttúrulegra örlaga, heldur samfélag sem í
krafti menningarlegrar og sögulegrar vitundar átti að vera fært um að
gefa sjálfu sér merkingu og mið. Hvað sem líður öllum takmörkunum
upplýsingarinnar á íslandi, sem afmarkaðs sögulegs fyrirbæris, þá er
skylt að viðurkenna, að hún setti með þessu móti á dagskrá verkefni
sem enn sér ekki fyrir endann á. Pegar allt kemur til alls, er þetta lík-
^ega varanlegasti árangurinn af uppeldisboðskap upplýsingarinnar.
Aftanmálsgreinar
1 Samfélag og mentiing, þessi tvö yfirgripsmestu og almennustu hugtök félagsvísind-
anna, þarfnast hér varla skilgreiningar. Aðeins skal lögð áhersla á að þau eru
samofin, vísa til mannlegs veruleika í heild, í fortíð og samtíð. Segja má að sam-
félag vísi til ytri reynsluheims sem virða má fyrir sér en menning vísi til hugar-
heims - tákna, gilda, viðhorfa og hugmynda, sem birtast í samfélagsgerðum og
Þeim mynstrum sem félagslífið tekur á sig. Þessu hvorutveggja ljær menningin
merkingu: „Through culture material experiences are organized and group rela-
hons structured, but culture is also the medium through which the social world is
experienced, integrated and understood." (Orvar Löfgren: „On the anatomy of
eulture". Ethnologia Europeae 12 (1, 1981), 30.) Menning er bæði sköpuð og skap-
ar»di eða m.ö.o., maðurinn er í senn menningarberi og menningarsmiður. Þess
Vegna er „cultural creation much more than social reproduction: within it new and
■dternative views of soriety are constructed: utopian or visionary programs for ac-
fion." (Sama rit, s.st.)
"Barnaeldi..." (s. 155-59) setti ég fram tilgátu um aðbrjósteldisleysi á íslandiætti
ser lengri sögu en fraeðimenn höfðu áður talið; sitthvað benti til þess að rekja
m*tti venjuna til aðstæðna sem sköpuðust í landinu fyrir hina lúthersku siðbreyt-
m8u. Helgi Þorláksson hefur vefengt þessa tilgátu, telur að brjóstagjöf hafi „tíðk-
asl almennt framan af 17. öld." („Óvelkomin börn?" Saga 24 (1986), 98.) Hér er ekki
staður til að rökræða þetta álitamál - enda varla deiluefni að brjósteldisleysi var
"r,kjandi venja" um miðbik 18. aldar, hvort sem hún hefur rutt sér til rúms fyrir
siöbreytingu eða eftir.