Saga - 1988, Blaðsíða 40
38
LOFTUR GUTTORMSSON
3 Kunnustu talsmenn „tómlætiskenningarinnar" eru líklega sagnfræðingamir Ed-
ward Shorler, Lawrence Stone og £. Badinter. Kenningin snýst í meginatriðum um
það hvaða ályktanir megi draga um hugarfar almennings af hinum tíða ungbama-
dauða og meðhöndlun ungbarna í evrópskum samfélögum fyrir daga iðnvæðing-
ar.
1 áðurnefndri grein sinni (sjá aftanmálsgr. 2) túlkar Helgi Þorláksson umfjöllun
mína um íslenska uppeldishætti í Bernska og „Barnaeldi" eins og ég gangi þar
fyrirvaralítið á hönd kenningu þeirra Shorters og Stones, sjá „Óvelkomin börn?",
s. 80-81, 98-99, 100. Hér er um að ræða mistúlkun sem stafar einkum af því að
Helgi gefur ekki sem skyldi gaum að samhengi máls míns. Þar af leiðandi eignar
hann orðum mínum sums staðar aðra merkingu en efni standa til. Þetta hlýt ég að
skýra nánar.
í umræddum tveimur ritum fjalla ég um ungbamadauða frá nokkuð ólíkum
kenningarlegum sjónarhomum: annars vegar (í Bernska) frá sjónarhóli hugarfars-
sögu þar sem reynt er að grafast fyrir viðhorf einstaklinga (foreldra) til ungbama,
bamaeldis og barnamissis og leita skýringar á þeim; hins vegar (í „Barnaeldi") frá
félagsfræðilegu heildarsjónarmiði þar sem athygli beinist að samspili eldisvenja,
ungbamadauða og frjósemi í íslensku fólksfjöldakerfi. í þessu síðamefnda sam-
hengi er höfuðáhersla lögð á virkni (funktion) ungbarnadauðans, hvaða þátt hann
átti í að kerfið starfaði eins og raun ber vitni; einstaklingsviðhorf koma hér lítt við
sögu. I grein sinni gerir Helgi ekki greinarmun á þessum tveimur kenningarlegu
sjónarhornum.
Ég fjalla um tómlætiskenninguna í einum undirkafla ritsins Bernska (s. 22-28)
þar sem rakin em almenn atriði í þeirri gagnrýni sem fram hafði komið (fram til
1982-83) á brautryðjendaverk Philippe Ariés, L'enfant et la vie familiale sous l'ancien
régime (1960). Hér geri ég ljóst að hvaða leyti túlkun Ariés er frábrugðin þeirri sem
Shorter, Badinter og (að nokkm leyti) Stone halda fram. Hjá Ariés lýsi svokallað
tómlæti (indifférence) ómeðvituðum, tilfinningalegum varnarhætti foreldra and-
spænis hinum tíða ungbamadauða; hjá Shorter og félögum tákni tómlæti aftur á
móti beina vanrækslu sem hafi valdið miklu um hina háu dánartíðni ungbarna.
Það sem komi fram nánast sem afleiðing ungbarnadauðans hjá Ariés geri Shorter
og félagar nánast því að orsök hans (Bernska, 26-27).
Þegar ég ræði síðan um viðhorf íslenskra foreldra til barnamissis (Bernska, 187-
89), leynir sér varla að ég hallast að túlkun Ariés um leið og ég skeyti við hana hug-
myndinni um mildandi áhrif hinnar kristilegu heimssýnar. í þessu sambandi held
ég því fram að lýðfræðilegar og trúarlegar aðstæður hafi ekki verið til þess fallnar
„að glæða umhyggju þeirra [foreldra] fyrir eldi barnanna og umhirðu í þessu lífi."
(s. 188). Enn ætti að vera ljóst, þegar ég tala (s. 27 og 144) um ,vanrækslusyndir'
foreldra á einveldisöld, að ekki er vísað svo mjög til einstaklingslegra viðhorfa og
kennda sem sérstakra félagsvenja sem lýsa frá sjónarhóli nútíðarmanna „mis-
brestum í uppeldisumhverfi..." ungbama. Ég leiði rök að því (á ófrumlegan hátt!)
að þessir „misbrestir" alias ,„vanrækslusyndir"' hafi stuðlað að hinni háu dánar-
tíðni ungbarna; aftur á móti dreg ég ekki af þeim þá ályktun, að hætti Shorters
o.fl., að foreldrar hafi sýnt börnum sínum „ástleysi", „kaldlyndi", „jafnvel
grimmd" eins og Helgi gefur þó berlega í skyn. („Óvelkomin böm?", 98-99, sbr.
og 80-81.) Hið lengsta sem ég geng í þá átt er að vísa til vitnisburða lærðra manna
á tímabilinu ca. 1760-1860; þeir hafi talið að umræddar „aðstæður ýttu undir
hirðuleysi foreldra, vísvitandi eða ómeðvitað." (Bernska, 189.)
Til viðbótar þessu er annað atriði í umfjöllun minni sem hefði mátt ætla að Helgi