Saga - 1988, Síða 42
40
LOFTUR GUTTORMSSON
mörgu leyti réttmæta) á tómlætiskenninguna aðallega á niðurstöðum greiningar á
enskum og norður-amerískum sjálfsævisögum og dagbókum, mest frá 18. öld, en
viðurkennir jafnframt að „most of the diarists belong to the middle classes;" (s.
92). 1 tilvitnaðri grein, „Óvelkomin böm?", byggir Helgi Þorláksson mikið á riti
Pollocks en lætur gagnrýni mína liggja milli hluta að kalla, sjá grein hans, s. 117,
aftanmálsgr. 2.
5 í ritum upplýsingarmanna á dönsku og íslensku er umrædd aðgreining gjarnan
táknuð með orðunum „„Oplandsbonde", „Landbonde"/„S0bonde" („sveita-
bóndi", „landbóndi"/„sjávarbóndi", „sjóbóndi"), sjá t.d. Ólafur Olavius: Oecono-
misk Reise igiennem de nordvestlige, nordlige, og nordostlige Kanter aflsland 1-2 (Kbh.
1780), 225-26, 271-72, 325; Magnús Ketilsson: Islandske Maaneds-Tidender 3 (1776),
112; Skúli Magnússon: „Sveita-Bóndi". Rit þess íslenzka Lærdóms-Lista Félags 4
(1783), 171-75, 189-90, 204-5; Magnús Ketilsson: „Athugasemdir við Sveita-
Bóndann". Sama rit 7 (1786), 70-72, 83-84, 103-5.
6 Skv. manntalinu 1703 eru aðeins 2% af aldursflokknum 10-14 ára og 24% af
aldursflokknum 15-19 ára skráð sem vinnuhjú, sjá Manntalið 1703. Hagskýrslur
íslands II, 21 (Rv. 1960), 49-50. Þetta helst í hendur við það að í báðum aldursflokk-
unum eru furðu margir niðursetningar (22% og 18%). Hversu ólíkt þetta var
ástandinu aldarfjórðungi síðar sést á því að vinnuhjú í þessum sömu aldursflokk-
um námu þá 21% og 33%, sjá Mannlal 1729 í þremur sýslum. Hagskýrslur íslands II,
59 (Rv. 1975), 18, 26.
7. Niðurstaða mín um þróun lestrarkunnáttu á umræddu tímabili stangast á við það
sem Páll Hggert Ólason kennir um sama efni í Menn og mennlir siðskiptaaldarinnar á
íslandi, 1-2 (Rv. 1919-1921). Sjá gagnrýni mína á hugmyndir Páls Hggerts (sem ég
kalla til hægðarauka „bókfellskenninguna") í „Læsefærdighed", 129-32.
8 Island var eitt Norðurlanda á einveldisöld um að fá samræmda löggjöf um húsaga
er tæki jöfnum höndum til barna og vinnuhjúa. í Danmörku og Noregi koma
ákvæði um framferði vinnuhjúa á tímabilinu 1670-1746 helst fram í lögreglutil-
skipunum sem mæla almennt fyrir um „god Skik og Orden...", sjá Jacob H.
Schou: Chronologisk Register over Kongelige Forordninger og Aabne Breve..., 2. Deel
(Kbh. 1777), s. 38; sjá ennfr. s. 45, 195. Um börn þurfalinga og munaðarleysingja
finnast ákvæði í lagafyrirmælum um betlara, „lausgangara" og ölmusuþega, sjá
sama rit, s. 161-65, 190-91. Að undanskilinni fermingartilskipuninni frá 1736 virð-
ast á þessu tímabili ekki hafa verið sett sérstök lög um uppeldi barna nema í
tengslum við stofnun barnaskóla í kaupstöðum og sveitum, sjá sama rit, 2. Deel,
253-573, og 3. Deel (Kbh.1777), 278-313, 349-54, 383-86. Að þessu leyti bendir
sænsk vinnuhjúalöggjöf (tjdnstehjonsstadgor, fyrst sett 1664 og síðan endurskoðuð
margsinnis) til meiri skyldleika við húsagatilskipunina frá 1746, sjá Arthur Mont-
gomery: „Tjanstehjonsstadgan och áldre svensk arbetarpolitik", Historisk tidskrift
53 (1933), einkum s. 248-54. Hér voru t.d. settar elkur við rétti húsráðenda til þess
að halda vinnufærum sonum sínum heima sem og ákvæði um vistráðningar-
skyldu. Aftur á móti voru viðlíka ákvæði ekki sett í Noregi fýrr en eftir miðja 18.
öld, sjá Bernska, 129, og VII, 8 (12).
9 í grein minni, „Skrivefærdighed", stendur að íslenskir menningaroddvitar í
Kaupmannahöfn á fjórða áratugi 19. aldar „ikke var optaget af skrivefærdigheds-
sporgsmál inden for folkeuddannelsens rammer." (s.58.) Þetta er ofmælt; a.m.k.
er það óbeinn vitnisburður um áhuga þeirra á málefninu að um þetta leyti fengu
þeir Hið íslenzka bókmenntafélag til að leita upplýsinga um skriftarkunnáttu
landsmanna í þeirri spumingaskrá sem félagið sendi sóknarprestum , sjá sama rit,