Saga - 1988, Page 47
45
RÚNARISTUR FRÁ ÞRÁNDHEIMI OG BJÖRGVIN
þessu leyti hljóta Björgvinjarbúar að hafa haft forystu í verslun fram
Um miðja öldina, að áliti hans. í þessu sambandi minnir Helle á „rúm-
lega hundrað eigendamerki eða merkikefli sem hafa fundist á Bryggj-
unm í Björgvin og hafa verið notuð til að merkja vörur en nöfn eig-
enda eru rituð rúnum". Um helming þessa rúnaefnis er unnt að tíma-
setja að áliti hans, og meðal þess er efni sem má telja frá lokum 12.
aldar til miðrar 14. aldar. Norræn nöfn eru þar yfirgnæfandi og því
ályktar Helle „að mikill meirihluti þeirra sem áttu vörur í verslunar-
húsum („görðum") á Bryggjunni lungann úr miðaldaskeiðinu, hafi
verið Norðmenn, en hvorki Þjóðverjar né aðrir útlendir kaupmenn"
(1982: 422).
í þessu styðst Helle við bráðabirgðaskýrslu sem Aslak Liestol gerði
1963 (Liestol 1964: 7). Þar er bent á þetta með nöfnin, án þess að túlka
það eins og Helle hefur gert.
Hjá Helle kemur glögglega fram hvaða tilgangi þessi „merkikefli"
hafa þjónað: Allir kaupmenn í Björgvin þurftu að nota slík merki því
að varan hlóðst sífellt upp við Voginn. Þetta kemur einnig fram í
kaflanum um konur í bæjarfélaginu, þar sem höfundur notar „sum
ögendanöfnin sem rituð eru rúnum" til að rökstyðja það að konur
au hka stundað verslun á Bryggjunni í Björgvin á þessum tíma
(Helle: 462). Þó að sú skoðun komi hvergi fram berum orðum hjá
e e í riti hans um sögu Björgvinjar, er það rúnaefni sem hér er til
Umræðu túlkað sem kvittanir viðtakenda fyrir vöru sem átti að
Umskipa eða selja í smásölu við innflutningshöfnina.
Meira efni hefur bæst við síðan Helle gaf út bók sína um sögu
K'rgvinjarborgar, og þvi er ástæða til að kanna nánar túlkun hans á
Pessu efni. Það hefur Sanness Johnsen gert nokkuð í tveimur nýbirtum
utum um eigendamerki á víkingaöld og miðöldum á Norðurlöndum.
r'h hennar 1986 kemur fram svipaður skilningur og hjá Helle.
ennanöfnin „sind uberwiegend nord. und wurden meistens von
n°rw- Kaufleuten getragen", eins og hún kemst að orði. Án þess að
Smna því nokkru nánar minnist hún þó á að sum nöfnin bendi til ann-
!”a staða á Norðurlöndum en Björgvinjar. Þannig séu Eldjárn,
rtlgísl, Gísl, Sámur, Þórhallur og Torfi, Börkur, lllugi, Hrifla úr upp-
8reftinum í Björgvin og Þrándheimi eingöngu eða nær eingöngu
Þekkt frá íslandi (Sanness Johnsen 1986: 579). í grein frá 1987 breytir
Un Þessu dálítið. Hún heldur fast við að mannanöfnin hafi verið