Saga - 1988, Page 56
54
JAN RAGNAR HAGLAND
þessari verslun. Almennt séð er ekkert því til fyrirstöðu að mest allt
efnið frá Þrándheimi, jafnvel það allt, geti verið íslenskt eða jafnvel
grænlenskt, eins og hér hefur verið talað um. Nöfnin sjálf eru ekki
nein rök gegn þeirri skoðun. Mannanöfnin Árni, Gunnar, Erlingur og
fleiri geta verið íslensk rétt eins og norsk.
Þrjú merkikefli, tvö frá Björgvin og eitt frá Þrándheimi, eru ef til vill
ábending að þessu leyti. Á þeim öllum stendur Gunnar á, og bæði
keflið sjálft og áletrunin eru þessleg að það er eðlilegt að gera ráð fyrir
að um sé að ræða sama mann eða sama eiganda (sbr. Hagland 1986:
30 nn.). Ingrid Sanness Johnsen (1981:125) hefur túlkað þetta þannig
að um sé að ræða heildsala sem hafi haft geymslurými bæði í Þránd-
heimi og í Björgvin, og gerir því ráð fyrir að merkin séu eigandamerki
viðtakenda. Það er ekki mjög trúlegt að verslun Norðmanna hafi ver-
ið svo skipulögð að til greina komi þess háttar stórrekstur. Þvert á
móti hefur slík skipuleg verslun verið talin einkenni Hansakaup-
manna á þeim tímum sem hér ræðir um, öfugt við þá verslun sem
Norðmenn hafi rekið. Miklu einfaldari og trúlegri skýring á þessum
„Gunnari" sem sprettur upp bæði í Þrándheimi og Björgvin er að líta
svo á að með nafninu hafi menn verið að merkja íslenska vöru í eigu
sama manns. Vel má gera ráð fyrir því að sami maður eða sama skip
hafi stundað verslun bæði í Niðarósi og Björgvin meira að segja í
einni og sömu ferð. Við og við komu íslensk skip fyrst til Noregs jafn-
vel þótt þau ættu erindi lengra suður og vestur í Evrópu (sbr. Jón
Jóhannesson 1969: 275 [ísl. útg. íslendinga saga I, 1956: 387]).1
Jafnvel þótt nafnaefnið sé að langmestu leyti annaðhvort sérís-
lenskt eða sam-vesturnorrænt, væri of fljótfærnisleg ályktun að telja
slíka merkingu séreinkenni verslunar vestan um haf, frá íslandi eða
öðrum norrænum löndum í vestri. Ein áletrun frá Björgvin mundi
nægja til að hrekja þá skoðun. Áletrunin N-670, Bótlaifr á, ber bæði
málsleg og rúnafræðileg einkenni sem benda til Gotlands (sbr. Liestol
1970). En allan þennan fjölda merkikefla sem hefur komið upp við
uppgröftinn, er auðveldast að skýra með því að hugsa sér að þau hafi
1 Ekkert er því til fyrirstöðu að telja þessi þrjú rúnakefli sem hér ræðir um, frá sama
tíma. Annað Björgvinjarkeflið fannst í fyllingu undir bólverki sem hefur verið
smíðað eftir bruna árið 1248. Hitt fannst undir brunaleifum frá 1198 (sbr. NlyK N'
698 og 699). Keflið frá Þrándheimi fannst í lagi sem talið er frá um 1225 eða skömmu
síðar.