Saga - 1988, Page 58
56
JAN RAGNAR HAGLAND
með broti úr latneskri Iítúrgíu kann að hafa verið gert sem eins konar
trygging gegn sjóvá og tjóni í hafi.
Sé efnið skoðað á þann hátt sem hér hefur verið gert, bendir það til
annarrar og ef til vill sennilegri skýringar en þeirrar sem Helle gefur á
því hvers vegna mannanafnaforðinn á merkikeflunum er fyrst og
fremst norrænn. Hann virðist tengjast sérstakri norrænni tegund
verslunar, og ekki er betur vitað en rúnaletur hafi fyrst og fremst verið
norrænt fyrirbæri á þeim hluta miðalda sem hér ræðir um. Ein heimild
frá síðasta tug 12. aldar, Profectio Danorum, telur upp margra þjóða fólk
í hinu alþjóðlega umhverfi hafnarinnar í Björgvin. Sérstaklega eru
nefndir íslendingar, Grænlendingar, Englendingar, Pjóðverjar, Danir
og Gotlendingar (sbr. Gelsinger 1969: 145, og Helle 1982: 165). Þeir
þessara kaupmanna sem sennilega hafa verið „rúnaskrifarar", hafa
líka ótæpilega látið eftir sig merki. Islendingar og Gotlendingar hafa
gert það án nokkurs vafa, sennilega einnig Grænlendingar. Spurning-
in um norskt þjóðerni eða þýskt sem Helle varpar fram virðist hverfa
þegar heimildagildi rúnakeflanna er metið í þessu sambandi.
Mikið af þessu fornmenjaefni frá Björgvin og Þrándheimi virðist
því beinlínis færa málfræðileg og rúnafræðileg rök fyrir því að farið
hafi fram innflutningsverslun frá íslandi á tímabilinu frá miðri 12. öld
fram á 14. öld. Þetta er engan veginn andstætt því sem kemur fram í
rituðum heimildum um slíka verslun. Þær benda til þess að verið hafi
nokkuð stöðug íslandsverslun í Niðarósi alla 12. öld. Þannig fékk
erkibiskupssetrið árið 1153 einkarétt til að versla með fálka, hauka og
aðra vöru frá íslandi, eins og til dæmis vaðmál (Blom 1967: 85 nn.)-
Nýjar tilskipanir um einkarétt á tolli af skipum frá Islandi voru gefnar
út 1194.
Svo sem kunnugt er, hafa orðið nokkrar umræður um hvort þetta
hafi átt við norsk skip sem voru að koma frá íslandi, eða við íslensk
skip (sbr. Blom 1967: 101 nn.). íslensk og ef til vill grænlensk merki'
kefli sem unnt er að tímasetja á 12. öld eða síðar, verða vart notuð til
að rökstyðja eitt eða neitt í þessu sambandi. íslendingar hafa haft
sömu þörf fyrir að merkja varning sinn hvort sem hann var fluttur
með norskum eða íslenskum skipum. Þessar fornmenjar virðast þvi
1 Gudmund Sandvik prófessor á þakkir skildar fyrir að benda mér á þessi lögfræðileg11
atriði.