Saga - 1988, Page 60
58
JAN RAGNAR HAGLAND
Það eru ekki nema sjö merkikefli (fimm frá Björgvin og tvö frá
Þrándheimi) með áletrun þar sem andlagið er annað en þetta inntaks-
lausa mik. En af þeim eru fjögur (tvö frá hvorum stað) með andlagið
sekk eða sekkþenna. Þótt þetta séu málfræðilega fullkomnari áletranir,
veita þær ekki sérlega vissa vitneskju um varninginn sjálfan. En upp-
lýsingarnar að „NN eigi sekkinn" virðast standa í sambandi við
íslandsverslunina, því að svo er að sjá sem allar, eða flestar, vörur frá
íslandi hafi verið fluttar í sekkjum. í Grágás 1,166. kapítula, eru reglur
sem gilda á kaupskipum í hafi. Þar er líka tiltekið hvernig verja skuli
vöru um borð gegn veðri og vindi: Huerr maðr scal húþir fa vm voro sina
sva at iafn margir seckir se undir iafn mikilli huð, - það er að segja hver
maður skyldi sjá um að jafnmargir sekkir væru undir jafnstórum fleti
af húð. Þetta sama er undirstrikað í réttarbót frá 1382 þar sem talað er
um að tollgjald á innflutningi frá íslandi skuli greitt í samræmi við
eldri fyrirmæli frá tímum Magnúsar Eiríkssonar. Þessi tollur er kallaður
sekkjagjald og gilti um tilteknar vörur (Blom 1962: 483).
Aðeins þrjár áletranir, allar frá Björgvin, veita beina vitneskju um
það hvers konar varning verið var að merkja. I einni er talað um „garn
þetta" (N-722), í annarri að „þræðr þessir" séu hálf fimmta mörk að
þyngd eða verðmæti (N-735) og í þeirri þriðju segir að merkið eigi við
þetta tré (N-694). Óljóst er hvort þetta síðasta á við trjávöru eða annað
úr tré. Það er að minnsta kosti Iítt trúlegt að þarna sé um að ræða inn-
flutning vestan um haf. En bandið gat vel verið innflutt og gjarnan frá
íslandi.
í annarri áletruninni (N-735) er frumlagið kvenmannsnafn. Svo er
einnig um fjórar aðrar áletranir frá Björgvin (N-713, N-729, N-743 og
B-626). Eins og fram hefur komið hér, túlkar Helle (1982: 462) þetta
þannig að um sé að ræða nöfn kvenna sem hafi rekið verslun í Björg-
vin á miðöldum. Samkvæmt framansögðu er þetta ef til vill ekki alveg
öruggt. Það eru eins miklar líkur til að um sé að ræða íslenskar konur
sem hafi stundað útflutning. Þá eru þetta líka heimildir að kvenna-
sögu íslands, ekki Björgvinjar.
Það efni sem hér hefur verið tekið til meðferðar, virðist því vera
önnur heimild um verslunarsögu en áður hefur verið talið. Það virðist
fyrst og fremst geta verið viðbót við það sem við vitum frá öðrum
heimildum um sögu íslandsverslunarinnar í Niðarósi og Björgvin.
Þessi hluti rúnaefnisins er líka veruleg viðbót við áður kunnar rúna-
ristur íslenskar, ef til vill einnig að nokkru við grænlenskar. Elsta