Saga - 1988, Page 61
RÚNARISTUR FRÁ ÞRÁNDHEIMI OG BJÖRGVIN 59
tímasetta áletrunin frá íslandi er talin frá um 1200. Hún hefur sömu
rúnafræðileg einkenni og áletranir á merkikefli frá Björgvin og Þránd-
heimi. Eftir öllu að dæma eru margar þeirra líka eldri en frá 1200.
Þetta efni er því veruleg viðbót við þekkingu okkar á þeirri rúnahefð
sem hefur verið vestan hafs, eins og við segjum. En um það verður
ekki nánar rætt í þetta sinn.
Árni Böðvarsson þýddi
Aftanmálsgrein
1 Merkin frá Prándheimi fundust á litlum bletti á rannsóknarsvæðinu, að nokkru
'eyti innanhúss (sbr. Hagland 1986: 22). I þessu sambandi er athyglisvert að velta
ögn nánar fyrir sér spurningunni um fundarstaðinn. En henni verður ekki fullsvar-
að fyrr en unnt er að túlka nánar allar fommenjarnar úr þessum uppgrefti.
fslendinga sögur segja annars oft frá skipaferðum frá íslandi til Noregs. Margar
þeirra hljóta að hafa verið slíkar félagsferðir. Forvitnilegt dæmi um það er utanför
Guðmundar Arasonar biskupsefnis 1202. Skipið fór frá íslandi 14. júlí og það rak
fyrst undir írland og Skotland, en náði til Noregs um haustið og skipshöfnin hafði
veturvist í Niðarósi. Stjórnandi skipsins var Bótólfur stýrimaður, en aðrir um borð
voru: Hrafn Sveinbjarnarson, Tómas Þórarinsson, Þórður Vermundarson, Eyjólfur
Snorrason, ívarjónsson, Grímur Hjaltason, Erlendur prestur, Bergur Gunnsteinsson, Þor-
steinn Kambason, Guðmundur Þormóðarson, Brandur Dálksson, Pétur Bárðarson, Snorri
Bárðarson, Höskuldur Arason, Kolsveinn Bjarnarson (Bogi Th. Melsteð 1907-15: 847).
Séu þessi nöfn borin saman við eigendanöfnin á merkikeflunum, koma þar fram
átta af þessum sextán nöfnum á skipshöfn sem við vitum um af tilviljun. Vitanlega
er ekki hægt að tengja þessi nöfn hvorum öðrum, en þau styrkja það sjónarmið að
tterkikeflin og nafnaforði þeirra tengist einmitt þessari verslun sem hér hefur verið
r*tt um.