Saga - 1988, Page 66
64
GUÐMUNDUR JÓNSSON
á slæmum högum þjóðarinnar í óblíðum náttúruöflum og illri með-
ferð dönsku stjórnarinnar á landsmönnum, eins og títt var meðal
þjóðernissinna. Enda þótt Jón klæði frásögn sína í þjóðernislegan
búning, telur hann sjálfa þjóðfélagsgerðina hafa líka átt hlut að máli
og viðurkennir meira að segja að frelsi og jafnrétti meðal íslendinga
sjálfra hafi verið minna en af sé látið. 1 þessari grein hér er athyglinni
einmitt beint að félagstengslum þeirra sem áttu og leigðu jarðir og
hvernig þessi tengsl höfðu áhrif á búnað og afkomu bændastéttarinn-
ar.
Heimildirnar sem hér um ræðir eru skrif yfirvalda á árunum 1829-
35 um sambúð landsdrottna og leiguliða og tillögur um breytingar á
leigukjörum jarða. Petta eru álit og skýrslur helstu embættismanna
landsins, stiftamtmanns, beggja amtmannanna, fimm af sex sýslu-
mönnum Norður- og austuramts, rentukammers, kansellís og nefnd-
ar sem vann að endurskoðun á íslenskum verslunarlögum úti í Dan-
mörku. Mest að vöxtum og athyglisverðust eru álit Páls Melsteðs
sýslumanns og amtmannanna Gríms Jónssonar og Bjarna Thorsteins-
sonar. Skýrslur dönsku stjórnardeildanna eru prentaðar í Lovsamling
for lsland, en bréf og álitsgerðir embættismannanna og nefndarinnar
eru í Þjóðskjalasafni. Þau hafa upphaflega tilheyrt rentukammers-
skjölum, en verið flutt í íslensku stjórnardeildina eftir að hún var
stofnuð 1848 og hafa hvergi birst eða verið notuð í sagnfræðilegum
rannsóknum að því er best verður séð. Pau færa okkur margar nýjar
upplýsingar um hagi bændastéttarinnar á íslandi og bregða birtu á
mikilvæg atriði í samskiptum landsdrottna og leiguliða og ábúð jarða
yfirleitt, sem ekki hafa verið höfð í hámælum. Mér þykir því tilhlýði-
legt að birta hér endursögn þessara skjala og fjalla jafnframt dálítið
um efni þeirra.
í skrifum embættismannanna er skilmerkileg grein gerð fyrir réttar-
stöðu landsdrottna og leiguliða, leigukjörum, ábúð jarða og hýsingu.
Heimildir þessar vitna jafnframt um lífssýn yfirstéttarinnar í landinu,
þeirra sem áttu og réðu, enda snerist málið um afkomu hennar
sjálfrar. Hér var verið að fjalla um einhverja mestu hagsmuni í þjóð-
félaginu: hvemig og á hvaða kjörum átti að leigja jarðir í landinu?
Jörðin var helsta auðsuppspretta manna ásamt fiskveiðum, og leigu-
kjör og ábúðarhættir höfðu mikil áhrif á velferð manna og afkomu,
eins og nærri má geta. Á þessum tíma var ísland eindregið leiguliða-
Iand og jarðeignir á fárra manna höndum. Árið 1842 töldust bændur