Saga - 1988, Page 67
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA 65
í landinu 7204, þar af bjuggu hvorki fleiri né færri en 5967 eða 83% á
leigujörðum, en aðeins 1237 eða 17% voru sjálfseignarbændur. Jarð-
ir í einkaeign (bændaeignir) töldust þá rúmlega 64.000 hundruð
eða 75% jarða, konungseignir nærri 9.000 hundruð eða 10%, og
kirkjujarðir, spítala- og fátækraeignir um 12.500 hundruð eða 15%.’
Bændaeignir voru þó flestar í höndum fámenns hóps efnaðra land-
eigenda, sem leigðu þær minni bændum og var þannig mikið bil stað-
fest innan bændastéttarinnar. Ekki einasta var reginmunur á þjóð-
félagsstöðu landsdrottna og leiguliða, heldur voru aðstæður leiguliða
innbyrðis ólíkar. Margir landeigendur bjuggu ekki á eignarjörðum
sínum, heldur leigðu þær og settu bú sitt á leigujörð. Örsnauðir hjá-
leigubændur til sveita og þurrabúðarmenn við sjóinn áttu fátt sam-
eiginlegt með leiguliðum höfðubóla, sem komu stundum allri land-
skuld, leigum, kvöðum og opinberum gjöldum yfir á hjáleigur jarðar-
innar. Það gat jafnvel hent að fyrirsvarsbóndinn á heimajörðinni
iengi hluta lögskilanna í sínar hendur. Hér verða þessum hópum
ekki gerð sérstök skil, heldur athyglinni beint að leiguliðum almennt
°g stöðu þeirra gagnvart landsdrottnum.
Reiðilestur Hoppes stiftamtmanns
iipphaf þess að embættismenn fóru hver í kapp við annan að skrifa
Ulr> „réttarsamband landsdrottna og leiguliða" var bréf sem Peder
Fieldsted Hoppe, stiftamtmaður á íslandi 1824-29, skrifaði rentukamm-
eri 6. apríl 1829.2 Þetta er óvenjulegt bréf fyrir þá sök að æðsti vald-
stjórnarmaður landsins tekur upp hanskann fyrir leiguliða, en sneiðir
ótæpilega að landeigendum og vandar undirmönnum sínum,
'slenskum embættismönnum, ekki heldur kveðjurnar.
í upphafi bréfs segir Hoppe að tilskipunin frá 15. maí 1705 miði að
því að verja leiguliða gegn gerræði og ólöglegum álögum, en margir
lögfróðir menn í landinu og landsdrottnar hafi ranglega talið hana
aóeins ná til landseta á konungsjörðum. Auk þess hefur reynslan
sýnt, heldur Hoppe áfram, að tilskipunin er ekki haldin og landeig-
endur eru tregir til eða hirða alls ekki um að láta leiguliðum sínum
} Jón Johnsen: Jarðatal á tslandi (1847), 395.
2 Þjáðskjalasafn [Ps.] íslenska stjómardeildin. L. I, 2. Hoppe stiftamtmaður hl rentu
kammers ó.apríl 1829.
S