Saga - 1988, Side 68
66
GUÐMUNDUR JÓNSSON
byggingarbréf í té, þótt 2. grein tilskipunarinnar kveði skýrt á um
það. En leiguliðar þekkja ekki þennan rétt eða voga sér ekki að nota
hann fyrir valdamönnum landsins. Síðan segir Hoppe:
Folgen heraf, er bleven, og maatte, i et land med Islands
aristokratiske Aand, blive den vilkaarligste behandling. Det er
saaledes ikke sjældent, at medens der hores bestandig Klage
over de faa og særdeles lave Afgifter til Staten, eller Commun-
er, forhoje Jordejerne, der ofte, som Embedsmænd, ere fri-
tagne for alle Afgifter, undtagen til Fattige, Indtægterne af
deres Jorde, og dette ei blot ved Penge og natural-Præstation-
er, men endog ved, at paatvinge Leilændingerne med Crea-
turer paa Foder, Fiskerbaade og Qvilder, samt Paalæg af det i
Lovgivningen retteligen med Ugunst, anseete Mandslaan og
andet Hoverie lignende Arbeide.
Öllum mönnum hlýtur að vera ljóst hve skaðleg áhrif þetta hefur á
efnahag og siðferði bændanna og raunar allan búskap. „Som
bekjendt", segir Hoppe, „findes ingen slettere behandlede Jorde,
fattigere og uslere Folk, end Leilændingerne paa flere af de rigeste
Jordejeres Gaarde."
Hoppe segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhug-
un að ekki sé ástæða til að setja ný lög um þetta mál, heldur þurfi að
búa svo um hnútana að gildandi lög séu í heiðri höfð, einkum að
leiguliðar fái umrædd byggingarbréf, sem geri þeim ljósa grein fyrir
réttindum þeirra og skyldum. Þessu má ná með því að skipa svo fyrir
í lögum að öll byggingarbréf skuli löggilt og færð til bókar hjá sýslu-
manni. Landeigendur skuli sektaðir ef þeir leigi jarðir til lengri tíma
en árs í senn, án þess að láta byggingarbréf fylgja. Á hverju ári til-
kynni hreppstjórar sýslumönnum breytingar á ábúð í hreppum
þeirra, til þess að halda uppi nauðsynlegu eftirliti.
Einhverjir kunna að hreyfa andmælum og segja að engin vissa sé
fyrir því að lögin verði haldin þar eð embættismenn eigi sjálfir hags-
muna að gæta sem landeigendur eða séu ekki nógu áhugasamir og
ötulir í starfi sínu. Þessu er til að svara að Iítið er betra en ekkert.
Hoppe segist óttast meira að duglegir sýslumenn verði önnum kafnir
við að kljást við sérgóða og steigurláta landsdrottna en að embættis-
menn verði ekki starfi sínu vaxnir. Gert verði út um málin fyrir dóm-
stólum og eigi landeigendur yfir höfði sér sektir ef þeir fara ekki að
lögum.