Saga - 1988, Page 69
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
67
Þess er ekki að vænta, heldur Hoppe áfram, að öllum embættis-
mönnum falli þessar tillögur vel í geð, en hann dirfist þó að leggja
þær fyrir hina háu stjórnardeild, sem hefur lagt grundvöllinn undir
framfarir bændastéttarinnar í Danmörku.
Að lokum óskar Hoppe þess að viðleitni rentukammers og tillögur
sínar stuðli að því að landið snúi af þeirri hnignunarbraut sem það er
nú á. Hver jörðin á fætur annarri leggst í eyði, eða að minnsta kosti
hnignar, vegna þess að fólkið er sinnulaust og fáfrótt, en slíkt hlýst
alltaf af gerræðislegri meðferð og óhóflegum byrðum. Sumum em-
bættismönnum kunna að þykja hugleiðingar þessar orðum auknar,
en flestir þeirra þekkja ekki aðrar aðstæður en þeir hafa alist upp við
°g gera aukinheldur ráð fyrir að verða landeigendur. Hoppe fullyrðir
að hann hafi ekki orðið var við jarðabætur sem orð er á gerandi, en
nóg af því gagnstæða. Og um hnignun (forringelse) íslenskrar versl-
unarvöru þarf heldur ekki vitnanna við.
Þannig lýkur þessu hvassyrta bréfi stiftamtmanns. Þung högg falla
á landeigendur. Og fáheyrt var að háembættismaður tæki upp hansk-
ann fyrir leiguliða og vændi embættismenn um að taka málstað land-
eigenda gegn leiguliðum af einberum eiginhagsmunum. Má geta sér
þess til að bréfið hafi fengið hárin til að rísa á höfði margra valds-
uianna í landinu. Að minnsta kosti sýna skýrslugerðirnar sem af
þessu bréfi spruttu að sumir embættismenn, einkum Bjarni Thor-
steinsson amtmaður og Þórður Björnsson sýslumaður, tóku tilskrif
hfoppes óstinnt upp og svöruðu honum jafnvel fullum hálsi, eins og
hernur fram í álitunum hér á eftir. Erfitt er að sjá af hvaða hvötum
hfoppe skrifaði bréfið; ef til vill hefur einhver landsdrottinn í nágrenni
^essastaðavaldsins sýnt leiguliða sínum óvenjulega harðýðgi. Hitt er
víst að Hoppe sjálfur fylgdi þessu máli ekki frekar eftir, því hann lét
af störfum stiftamtmanns þetta sama ár, 1829, og gerðist amtmaður í
Vejleamti á Jótlandi. Það kann að vera einhver skýring á þessu tæpi-
tungulausa bréfi Hoppes að hann var á förum úr embætti og búið að
skipa nýjan stiftamtmann í hans stað, Lorens Angel Krieger.
Viðbrögð embættismanna
^e8ar embættismenn þurftu að leggja eitthvað að ráði í bréf sín tók
Það ósjaldan mörg ár fyrir hæggenga stjómsýsluna að koma boðum
^eila umferð í gegnum embættastigann, jafnvel þótt neðstu þrepun-