Saga - 1988, Page 72
70
GUÐMUNDUR JÓNSSON
til aö segja sér upp á meðan þeir standa í skilum, enda þótt jöröinni sé
illa haldið við og ekkert álag1 sé greitt þegar þeir yfirgefa jarðirnar.
Bjami kveðst þekkja mörg dæmi um slíkt framferði á konungsjörðum
og eflaust líðst þetta einnig og ekki síður á kirkju- og einkajörðum,
enda leiðir þetta af ójafnri og óeðlilegri stöðu landsdrottna og leigu-
liða við byggingu jarða. Leiguliðinn hefur rétt til að sitja jörðina eins
lengi og honum þóknast og landsdrottinn neyðist til að þola það. Það
er hins vegar vafamál hversu mikla stoð þetta á í lögum og styðst
raunar aðeins við hæpna túlkun á 6. grein fyrrnefndrar tilskipunar.
Sú regla að landsdrottni sé heimilt að leigja jörð sína til lengri eða
skemmri tíma er aftur á móti bæði eðlileg og skýrt ákveðin í 1. kafla
landsleigubálks ]ónsbókar.
Pegar allt kemur til alls, segir Bjarni, er það ekki aðeins eðlilegt
heldur landinu gagnlegt þegar landsdrottinn og leiguliði verða ásáttir
um hækkun afgjalda. „For et Land kan det aldrig være skadligt, at
Jordafgifterne ere hoie, thi det forhoier Jordeiendommens Grund-
Capital og ansporer Brugeren til Flid og Arbeidsomhed." Pess vegna
er 1. grein tilskipunarinnar, sem mælir þessu mót, ónothæf og eftir
því sem næst verður komist andstæð grundvallarreglum danskra
laga. Bjarni telur afgjöld jarða nú lægri en eftir jarðabókinni 1760 og
miklu lægri en á fyrri tíð. „Dette er for Landet et aldeles afgiort Tab",
segir hann. Þá finnst Bjarna ekkert sjálfsagðara en að leiguliðinn fóðri
frekar skepnur landsdrottins en annarra, ef hann greiðir fyrir það
jafnt og aðrir. Margir landeigendur hafa sett þetta skilyrði í bygging-
arbréf sín og hafa engir talið sig hlunnfarna við það. Sama gildir um
mannslánin, „thi hvad er naturligere, end at Fæsteren heller roer paa
Husbondens, end paa en anden Baad?" Þetta er leiguliðunum engin
byrði nema þeim fáu sem verða að halda sjálfir út báti til þess að
bjargast af. Þar að auki eru mannslán á hluta opinberra jarða og
bændaeigna orðin að lögbundnum réttindum sem auka verðgildi
jarðeignarinnar og verða ekki afnumin nema með valdboði.
Aðrar kvaðir á leiguliðum hér um slóðir, segir Bjarni, eru engar
nema sú lögboðna skylda að flytja kúgildaleigur til landsdrottins á
1 Álag var bætur sem fráfarandi leiguliði greiddi landeiganda vegna hrömunar eða
spjalla á jörðinni (eftir að viðhaldsskyldunni var með öllu komið á leiguliða) á ábúð-
artímanum. Álagið gekk til viðtakandi leiguliða sem átti að nota það til lagfæringa.
Sjá ennfremur umfjöUun Gríms Jónssonar um átag á b\s. 86.