Saga - 1988, Síða 73
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
71
haustin allt að tvær dagleiðir, og tekur hún yfirleitt einnig til land-
skuldar.
Rétt er það að lítið kveður að verulegum jarðabótum nema hjá
stöku bændum sem búa á eignarjörðum sínum, en Bjarni segist ekki
þora að íúllyrða hvort minna sé unnið að þeim á leigujörðum bænda
eða hins opinbera. Hitt er víst, segir hann, að hér vestra er minni
erfiðleikum bundið að leigja bændajarðir en opinberar jarðir.
Þá er það ekki rétt að íslenskum verslunarvörum hafi hnignað ef
horft er til vörumagnsins, einkum sauðfjárafurða. Ef átt er við að
verkun vörunnar hafi versnað, þá er orsakanna ekki að leita í sam-
bandi landsdrottna og leiguliða, heldur aukinni eftirspurn sem komið
hefur íbúunum vel að því er verðið snertir. Pá vísar Bjarni þeirri stað-
hæfingu Hoppes á bug að hver jörðin á fætur annarri fari nú í eyði.
Skrif Hoppes um sinnuleysi og fáfræði leiguliða á jörðum í einka-
eign segist Bjarni vilja leiða hjá sér. Þó vilji hann taka það fram að
hann hafi ekki orðið var við að leiguliðar séu síður upplýsHr eða latari
en aðrir úr alþýðustétt í sínu umdæmi og gildir einu hvort þeir búa á
bændajörðum eða opinberum eignum. Hann hafi af langri reynslu
tekið eftir að:
ligesom alle Leilændinger her i Landet ved Lovgivningen ere
begunstigede i en temmelig hoi Grad, endog undertiden til en
ubillig Byrde for Husbonden ... saaledes have og Leilænding-
eme paa mange Steder en god Skionsomhed, til at fore sig
dette til Nytte, hvoraf, som ogsaa af den islandske Almues
Stivsind og Egenkierlighed, man kan være nogenledes vis
paa, at ingen Bonde, enten han er en Fæster eller ei, letteligen
lader sig formaae, at yde, til hvilkensomhelst det er, det han ei
enten anseer sig pligtig tíl, eller som han troer i en eller anden
henseende ei tiene ham vel.
ofansögðu er Bjarni Thorsteinsson því ekki sammála skoðunum
Hoppes, sem vafalaust eiga rætur að rekja til einstakra tilvika í ná-
8fenni hans. Svo vel þekki Hoppe hagi sína, að ummæli hans um
'slenska jarðeignaaðalinn hafi hann örugglega ekki meint til sín, enda
eigi hann aðeins hálfa jörð, 20 hundmð að dýrleika, sem leigð er út og
leiguliði situr ævilangt eða eins lengi og hann vill.
Þótt tillögur Hoppes séu bomar fram í góðum hug, þá eru á þeim
rnarg'r annmarkar og munu þær ekki girða fyrir ailar misfeilur sem