Saga - 1988, Page 74
72 GUÐMUNDUR JÓNSSON
kunna að koma upp í samskiptum landeigenda og leiguliða. Niður-
staða Bjarna er sú:
at intet kommer bedre overeens med Eiendoms Natur og den
Nytte som bor og kan hostes deraf, end at tillade enhver fuld-
myndig at raade frit over sit, og at Lovgivningen folgelig burde
give Eiere den samme Ret, som er tilstaaet Leilændingerne,
nemlig til at opsige Bygsler efter eget Tykke, som og at bort-
bygsle et Sted, paa et længere eller kortere Aaremaal, saaledes
som vedkommende forenes om.
Landið biði ekki tjón af þessu, segir Bjami að lokum. Hitt er senni-
legra að sífellt flakk leiguliða frá einni jörð til annarrar, sem kemur
stórlega niður á hirðingu þeirra, muni réna nokkuð.
Páll Melsteð sýslumaður:
Réttleysi leiguliða hamlar framförum
Tillögur Hoppes em allrar athygli verðar, segir Páll Melsteð sýslu-
maður í Norður-Múlasýslu, enda er réttarsamband landsdrottna og
leiguliða eitt mikilvægasta mál samfélagsins.1 Löggjafinn hefur í
seinni tíð reynt að koma meiri festu á þessi mál en hinn gamli íslenski
réttur gerði, einkum með tilskipunum frá 15. maí 1705 og 22. júlí
1791. Lögin hafa þó ekki sem skyldi náð þeim markmiðum sem að var
stefnt, það er að vernda leiguliða gegn gerræðislegum og ólöglegum
byrðum og ástæðulausum uppsögnum. Pvert á móti hafa lögin verið
sniðgengin og fótum troðin, án þess að yfirvöld hafi fengið rönd við
reist.
Páll telur tillögur Hoppes ekki duga til að ná þessum markmiðum,
heldur þurfi að koma til frekari lagfæringar á löggjöfinni. Hoppe
bendir réttilega á að það gagni sjaldan að löggjafinn setji nákvæmar
reglur um samskipti einstaklinga, en Páll telur fulla ástæðu til þess
þegar landsdrottnar og leiguliðar eiga í hlut. Til þess að stuðla að
„Bondestandens Fremgang til lovmæssig Frihed, Velstand, Oplysn-
ing og Sædelighed" hefur Iöggjafinn takmarkað mjög frjálsræði
1 Þs. Islenska stjórnardeildin. L. I, 2. Páll Melsteð sýslumaður til Gríms Jónssonar
amtmanns 27. febrúar 1830.