Saga - 1988, Page 75
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
73
landsdrottna og leiguliða með lögum og reglum, sem taka bæði til
forms og inntaks þessa réttarsambands.
í upphafi ræðir Páll almennt um samband landsdrottna og leiguliða
og telur það varða þrjú meginsvið, ábúðarrétt leiguliða, afgjöld og
kvaðir leiguliða og ábyrgð á viðhaldi húsa og jarða. Á öllum þessum
sviðum er löggjöfinni áfátt:
1. Ábúðarréttur leiguliða. í landsleigubálki Jónsbókar, 1. kafla, eru
ekki aðeins leyfðir munnlegir leigusamningar heldur samningar til
skamms tíma, sem var oftast eitt ár. í Jónsbók er einnig óeðlilegt
ákvaeði um að falli landsdrottinn eða umboðsmaður hans frá, sé
leigumálinn úr gildi fallinn í næstu fardögum, án tillits til þess hve
samningstíminn er langur.
Vmsar lagabreytingar hafa verið gerðar til þess að bæta úr því
°ry8gisleysi sem leiguliðar þurftu að búa við, en það hlaut að hafa hin
verstu áhrif á viðhald jarðanna og allan búrekstur. Tilskipanir frá 8.
maí 1591, 21. apríl 1619 og 29. nóvember 1622 kveða á um að leigulið-
ar og ekkjur leiguliða megi búa til lífstíðar á konungsjörðum. í tilskip-
Urr 15. maí 1705 eru landsdrottnar skyldaðir til að láta leiguliðum sín-
um byggingarbréf í té, þar sem leiguskilmálar eru nákvæmlega til-
greindir. Jafnframt skipar hún svo fyrir að öllum landsdrottnum sé
óheimilt að segja leiguliða upp jörð sem situr hana löglega og stendur
1 skilum eins og venja býður. Enn má nefna tilskipun 22. júlí 1791 sem
eetlað er að auka ábúðarrétt leiguliða, en í henni segir að ákvæði
Norsku laga 3-13-1 um að landsdrottni sé leyfilegt að segja leiguliða
UPP ef hann ætlar sjálfur að búa á jörðinni, gildi aðeins um þann eig-
anda sem byggði leiguliðanum jörðina, en ekki annan sem komist yfir
eða kaupi jörðina, þótt hann vilji búa á henni.
Þrátt fyrir öll þessi lagaboð, segir Páll, hafur réttarstaða leiguliða lít-
ið batnað og eru ábúðarkjör þeirra í raun og veru jafn ótrygg og þegar
ákvaeði Jónsbókar ein giltu. Hér verður þó að undanskilja konungsjarð-
ir' þar sem yfirvöld hafa komið á betri reglu. Landsdrottnum er skylt
samkvæmt tilskipun 15. maí 1705 að fá leiguliðum byggingarbréf, en
Því er oft ekki sinnt. Fyrir landsdrottnum vakir oftar að geta byggt
ieiguliðum út eftir hentugleikum fremur en að krefja þá um ótilgreind
°8 ólögleg afgjöld eða kvaðir. Á 6. grein tilskipunarinnar mætti skilja,
að lagaboð þetta eigi aðeins við opinberar eignir og hafa sumir lög-
fróðir menn túlkað hana svo. En orðalagið í 1. grein, „öllum