Saga - 1988, Page 78
76
GUÐMUNDUR JÓNSSON
ómetanlegs tjóns að vera svo að segja átthagafjötraður, bundinn við
sömu jörðina alla ævi. Þegar fram líða stundir getur hann ekki fram-
fleytt fjölskyldu sinni á jörðinni, erft eða komist yfir betri og hentugri
jörð, og væru slíkir fjötrar fráleit og tillitslaus harðýðgi.
2. Afgjöld og kvaðir leiguliða. Mikilvægustu afgjöld Ieiguliða eru
landskuld, en hún er samningsatriði milli Iandsdrottins og leiguliða
samkvæmt 1. kafla landsleigubálks Jónsbókar. Snemma varð þó fjár-
hæð hennar allföst, á flestum jörðum sex álnir fyrir hvert hundrað eða
eitt hundrað af 20 hundraða jörð. Þetta hefur verið hin almenna regla,
enda þótt landskuld hér á Austurlandi sé venjulega hærri, eða tíu áln-
ir fyrir hvert hundrað. Gamlar heimildir sýna að fyrir 150 árum voru
flestar jarðir, sem nú eru metnar á 12 hundruð, metnar á 20 hundruð
og sex hundraða jarðir voru þá metnar á tíu hundruð, án þess að vitað
sé hvenær eða hvers vegna þessi breyting varð. Hana má merkja í til-
skipun 3. apríl 1674 þar sem nokkrar jarðir sem tilheyrðu Skriðu-
klaustri eru settar undir biskupsstólinn í Skálholti og um leið er dýr-
leiki þeirra færður niður.
Öðru hverju hafa landsdrottnar reynt að hækka hina venjulegu
landskuld, en jafnan mætt mótspyrnu, þar sem hér hefur verið um
rótgróna og almenna venju að ræða. Þetta Ieiddi snemma til þess að
reynt var að sporna við hækkun landskuldar með lagaboðum. Til-
skipun 8. maí 1591 bannar þannig brottrekstur leiguliða af konungs-
jörðum á meðan þeir inna af hendi venjubundna landskuld. Tilskip-
un 21. apríl 1619 leggur bann við hækkun leigu á konungsjörðum frá
því sem hún hefur verið frá ómunatíð, og tilskipun 15. maí 1705
bannar öllum landsdrottnum að auka álögur á leiguliðum sínum
umfram þær sem hafa tíðkast frá ómunatíð. Síðastnefndu Iögin eru
óljós og ekki verður slegið neinu föstu um þessi mál nema að undan-
genginni athugun á raunverulegum afgjöldum leiguliða. En þessi
óvissa hefur valdið því ásamt öðru að lögin eru sniðgengin og land-
skuld hækkuð, ýmist beinlínis eða með því að krefja leiguliða borg-
unar í fágætum og dýrum vörum, sem hefur ósjaldan neytt þá til að
taka á sig lambsfóður, dagsláttu o.fl.
Hvað sem Iíður tillögum Hoppes, segist Páll Melsteð sannfærður
um að ótryggur ábúðarréttur leiguliða stefni réttaröryggi þeirra í
meiri hættu og skaði búskap þeirra meira en einstaka hækkanir
afgjalda. Yfirleitt skipta þessar hækkanir eða kvaðir ekki máli né held-
ur íþyngja þær leiguliðum, og eiga oft fullan rétt á sér. Páll telur