Saga - 1988, Page 82
80
GUÐMUNDUR JÓNSSON
Björti Blöndal sýslumaður Húnavatnssýslu segir að ekki sé hægt að
neita því að landsdrottnar vanræki að fá leiguliðum sínum bygg-
ingarbréf í hendur.1 Hann er þó ekki eins sannfærður um skaðlegar
afleiðingar þessa og Hoppe stiftamtmaður, að minnsta kosti ekki
hvað varðar Húnavatnssýslu. Þar eiga jarðeigandi bændur einkum í
hlut, en ekki vakir fyrir þeim að auka byrðar leiguliðanna, heldur staf-
ar þetta ýmist af trassaskap eða því að þeir telja munnlega samninga
jafngilda skriflegum í hvívetna. Þess vegna eru þeir ekkert að ómaka
sig við að láta skrifa byggingarbréf fyrir sig, en fæstir þeirra eru færir
um það sjálfir.
Af flestum jörðum hér í sýslu, segir Björn Blöndal, er borguð minni
landskuld en af konungsjörðum, þar sem byggingarbréf tíðkast og á
landsetum þeirra hvíla fleiri og þyngri skyldur og kvaðir. Björn segist
ekki þekkja dæmi þess að leiguliðar á bændajörðum séu þvingaðir til
að taka skepnur á fóður, til mannslána og annarra kvaða. Á hinn bóg-
inn má vel vera að áníðsla sú sem Hoppe nefnir viðgangist á Suður-
landi, þar sem jarðeigendur eru bæði fáir og voldugir. Hér eru hins
vegar flestar jarðir bændaeignir og eru því jarðeigendur ef til vill efn-
aðri en leiguliðarnir, en ekki að sama skapi hyggnari. Um þessar
mundir er engin hætta á því að jarðir leggist í eyði af því að leiguliðar
séu kúgaðir, heldur er nú þvert á móti farið að búa á rýrum eyðibýlum
og mikill skortur er á jarðnæði. Björn tekur það fram að hann telur sig
óhlutdrægan í þessu máli, þar sem hann er ekki og muni ekki verða
landeigandi heldur Ieiguliði.
Björn er ekki andvígur tillögum Hoppes um að lögunum um bygg-
ingarbréf sé framfylgt, en telur nauðsynlegt að lögin kveði skýrt á um
hvaða skyldur og kvaðir megi yfirleitt leggja á leigujarðir og hve mikla
sekt landsdrottinn þarf að greiða ef hann vanrækir að gefa út bygg-
ingarbréf.
Þórður Björnsson sýslumaður Þingeyjarsýslu segir umbúðalaust álit
sitt og deilir hart á Hoppe.2 Hvað sem líði persónulegri óvild Hoppes
stiftamtmanns, segir Þórður, í garð þeirra sem hann nefnir volduga
landeigendur, sé sér nær að halda að hann hafi sjálfur reynt ýmsa eða
1 Ps. íslenska stjórnardeildin. L. I, 2. Bjöm Blöndal sýslumaður til Gríms Jónssonar
amtmanns 23. janúar 1830.
2 Þs. íslenska stjómardeildin. L. I, 2. Þórður Björnsson sýslumaður til Gríms Jóns-
sonar amtmanns 21. janúar 1830.