Saga - 1988, Page 83
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
81
alla þá misbeitingu sem kvartað er um í bréfinu. Hins vegar hefur tak-
mörkuð þekking hans á almennum högum landsmanna og löggjöf
valdið því að hann setur alla landeigendur undir sama hatt.
Þórður telur tillögu Hoppes um að öllum leiguliðum skuli fengið
byggingarbréf í hendur vera úr hófi ranga og grunnhyggnislega.
Vegna vanrækslu landsdrottna á þessari skyldu, sem stafar fremur af
hirðuleysi en illum hug, ítrekaði rentukammer og auglýsti hér í sýslu
þaraðlútandi lagaboð árið 1820. Pórður Bjömsson segist ekki vita bet-
ur en flestir eða allir leiguliðar í sýslunni hafi byggingarbréf frá lands-
drottnum sínum. Pað er frekar sök leiguliða en landsdrottna að leigu-
naálar em ekki endumýjaðir þegar jörð skiptir um eigendur, vegna
þess að hinir fyrrnefndu óttast að skilmálum verði breytt.
Þórður segir að sér sé ókunnugt um að landsdrottnar misgeri leigu-
liðum sínum. Lífstíðarábúð heyrist varla nefnd á nafn, hvað þá að
hennar sé krafist. Landskuld er lægri nú en hl forna á flestum jörðum
°g leigukúgildi færri, sérstaklega á bændajörðum. Venjulega er land-
skuld greidd að hálfu í afurðum svo sem kjöti, ull, tólg og fleiru, og að
hálfu í ullarvörum, oftast eingirnissokkum á tvær álnir parið og tví-
bandssokkum á fjórar álnir parið. Af 20 hundraða jörð, sem venjulega
kostar 200 danskar spesíur, em greiddar í mesta lagi 120 álnir í land-
shuld á ári efhr þessum greiðslumáta. „Kan nogen Betalingsmáde
tænkes billigere, end denne, for Fæstere i Almindelighed, som der-
ved vinde omtrent Vi Dél af den ellers moderate Landskyld?"
Ég er viss um, heldur Pórður áfram, að landsdrottnar gætu hækkað
teigu á mörgum jörðum í sýslunni án þess að brjóta í bága við tilskip
Un frá 15.maí 1705 eða aðrar lagasetningar - og yrðu rillögur Hoppes
ðð raunveruleika fylgdu sjálfsagt slíkar hækkanir í kjölfarið.
Enginn leiguliði á bændajörð í sýslunni er þvingaður til kvaða-
vinnu eða hl að fóðra skepnur landeigandans, að innistæðukúgildum
^eðtöldum. Á sumum kirkjujörðum inna leiguliðar landskuld af
hendi með dagsláttu og byggir þetta á máldögum kirknanna eða alda-
garnalli venju. Dagsverk og lambsfóður hl prests koma samkvæmt
eidri og yngri iögum landskuld ekki við. Dagsláttan er sannarlega ein-
hennileg kvöð og sjálfsagt íþyngjandi fyrir leiguliðann, en gæri no
Ur dómstóll afnumið hana þess vegna?
Það eru einkum fátækari bændur sem taka skepnur hl vetrar o urs
°g hefur landsdrotrinn, hvort sem hann er jarðeigandi sjálfur eða
Uluboðsmaður kirkjujarðar, forgangsrétt að slíku og gengur pa