Saga - 1988, Page 88
86
GUÐMUNDUR JÓNSSON
ekki leiguliðinn sem fer alltaf halloka úr þeim viðskiptum, heldur allt
eins landsdrottinn, sem líður fyrir óljósa löggjöf og sífellda búferla-
flutninga bændanna. Ef heldur fram sem horfir og verðlag á húsavið
batnar ekki, er ei annað að sjá en húsin á íslandi haldi áfram að
sökkva dýpra og dýpra ofan í jörðina, þar til þau verða eins og húsin
hjá Grænlendingum; og er þeim nú þegar farið að svipa til þeirra.
Á mörgum jörðum er álag misnotað. Leiguliðar taka við álagi, sem
oftast er greitt af fráfarandi leiguliða með skepnum, verkfærum,
búshlutum eða byggingum, sem ekki fylgja jörðinni. Leiguliðinn not-
ar álagið á leigutíma sínum, afhendir það næsta ábúanda og svo koll
af kolli, þannig að það er notað sem vaxtalaust rekstrarfé, en ekki til
lagfæringar húsum eins og upphaflega var áskilið. Pegar húsin loks
falla saman á fyrst að grípa til álagsins, en kostnaðurinn er þá orðinn
svo mikill að það hrekkur ekki til endurhýsingar. Situr leiguliði sem
fyrir verður uppi með tapið, en hann reynir að draga úr því með því
að byggja enn aumari hús en voru fyrir á jörðinni. Petta háttalag við-
gengst sjaldan í Danmörku, þar sem landsdrottni er skylt að kosta
viðhald húsa og leiguliða er gert að nota álagið innan tiltekins tíma frá
því hann tók við jörðinni. Par eð lífstíðarábúð er almenn sér leigulið-
inn sér hag í því að lagfæra húsin svo hann geti notið góðs af þeim á
ábúðartíma sínum. Aðstæður eru allar aðrar á íslandi, leigutíminn er
stuttur, eitt til tvö ár eða í mesta lagi þrjú til fjögur ár, auk þess sem
lágt álag gerir illt verra. Leiguliðinn þorir þess vegna ekki að ráðast í
lagfæringar af ótta við að bera skarðan hlut frá borði og til þess að
komast undan því að vera krafinn um meira álag en hann sjálfur tók
við, sér hann sig knúinn til að fara burt af jörðinni eftir eitt eða tvö ár.
Til þess að sníða þessa vankanta af segist Grímur hafa fyrirskipað
umboðsmönnum konungsjarða að minna landseta á að nota álagið,
að öðrum kosti skyldu umboðsmennirnir taka álagið að sér og láta
gera við húsin á kostnað landsetanna. Petta hefur þó gengið erfið-
lega, einkum þegar landseti hefur tekið við álaginu, því þá verður
hann aðeins knúinn með dómi til að skila því. Rétt er að minna á að
bæði eftir lögum og aldagamalli venju ber leiguliði ábyrgð, með
ákveðnum undantekningum, á húsakosti ábýlisjarðar sinnar. Væri
æskilegt að setja hér svipaða löggjöf og í Danmörku um þetta efni-
Pá víkur Grímur að tillögum Hoppes. Hann er andvígur því að
menn séu skyldir til að þinglýsa byggingarbréfum hjá sýslumanni,
slíkt þjóni hvorki tilganginum né heldur er það framkvæmanlegt. Pað