Saga - 1988, Page 93
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
91
1- Kansellíið er sammála rentukammeri um að löglegt sé að leigja
bændajarðir bæði til lífstíðar og skamms tíma og væri það „i hoieste
Grad utilraadeligt, nu at paabyde en Tvang til at give Livsfæste paa
deslige Eiendomme, som hverken kan med tilstrækkelig Grund an-
sees lovhjemlet, eller er sædvanligt.Pá vill kansellíið bæta viðrök-
semdir rentukammers í þessu máli, að á íslandi eru engar bændajarð-
lr eins og í Danmörku sem nauðsynlega verða að vera byggðar leigu-
liðum. Ekki er heldur bannað þeim sem á margar jarðir að reka þær
fyrir eigin reikning. Pannig myndi bann við leigu til skamms tíma
ekki hafa sama gildi og í Danmörku og takmarka mjög ráðstöfunarrétt
landsdrottins, til dæmis ef hann vildi byggja jörðina sjálfur, láta son
sinn fá hana, selja hana o. s. frv. Það byndi landeigandanum þungan
bagga að geta ekki byggt leiguliða út af jörðinni þegar hún er illa hirt
eða ekki er staðið við samninga, nema að fara út í málaferli sem
kynnu ef til vill að fara í gegnum allt dómskerfið. Loks má benda á að
það er hvorki í þágu hins opinbera né bóndans sjálfs að jarðir séu
byggðar til lífstíðar á íslandi, þar sem jarðir eru notaðar til beitar en
ekki ræktunar. Pvert á móti er eðlilegra og í samræmi við hagsmuni
bændanna að þeir geti skipt um jarðir eftir hentugleikum. Kansellíið
telur ekki rétt að gefið verði út lagaboð um að leigutími sé samnings-
atriði, því að það gæti skilist svo að verið væri að innleiða lagabreyt-
lngu. Tilkynning rentukammers til amtmanna um að slíkt bryti ekki í
bága við lög ætti að nægja.
2. Kansellíið tekur undir með rentukammeri að gildar ástæður séu
bl þess að gerðir séu skriflegir samningar um leigu jarða, en telur ekki
næga ástæðu til að gera það að ófrávíkjanlegri reglu. Ekki verður séð
að munnlegir samningar, sem hingað til hafa almennt tíðkast, hafi
feitt til glundroða eða misklíðar milli landsdrottna og leiguliða. Engin
nauðsyn er á skriflegum samningum og þinglýsingu þeirra, og yrði
erfitt að framfylgja slíkri reglu til fullnustu.
3- Kansellíið telur það bæði óhagkvæmt og ósamrýmanlegt frjáls-
um leigutíma að skylda landsdrottin, sem byggir jörð til lífstíðar, að
'e8gja jörðina til úttektar og bæta úr ágöllum húsanna ef því er að
sbipta, og fái hann hvorki álagið né landskuld fyrr en jörðin hefur ver-
'ð afhent í fullnægjandi ástandi. Þetta hefði mikinn kostnað í för með
Ser og hætta er á að þessi skylda yrði misnotuð af ágengum og sér-
ðrægum yfirvöldum. Einnig ber að hafa í huga að landsdrottinn býr