Saga - 1988, Page 94
92
GUÐMUNDUR JÓNSSON
oft langt í burtu og nauðsynlegt timbur vantar oft til húsbygginga.
í Danmörku er ríkari ástæða til að setja ófrávíkjanlega reglu um að
jarðir séu virtar við ábúðarskipti, vegna þess að a) þar er lífstíðarábúð
regla, b) talsvert marga hesta og innistæðukúgildi þarf til að reka bú í
Danmörku, c) stétt landsdrottna í Danmörku er skýrt aðgreind frá
leiguliðum og yfir þá hafin, en enginn merkjanlegur munur er á
þegnlegri stöðu landsdrottna og leiguliða á Islandi.
Enda þótt meirihluti kansellísins hafi fundið mikla annmarka á 2.
og 3. lið tillagna rentukammers, hefur þó komið fram sú skoðun í
umræðum innan stjórnardeildarinnar, sem styðst við álit amtmann-
anna beggja, að húsakostur leigujarða á íslandi fari síversnandi. Þetta
hefur mikil áhrif á efnahag landsmanna, heilbrigði og menningu svo
að vera kann að skylda þyrfti landsdrottna til að gera skriflega samn-
inga og leigja jarðirnar gallalausar að undangenginni úttekt, en sekt-
ist að öðrum kosti um 2-10 rbd. á ári.
4. Hvað landskuld og aðrar greiðslur áhrærir er kansellíið sammála
rentukammeri, en telur vafasamt að ný lög þurfi til að staðfesta slíkt
frelsi.
5. Kvittanabækur geta í sjálfu sér verið gagnlegar, en hafa litla þýð-
ingu ef byggingarbréfum er ekki þinglýst. Ef slíkar bækur eru haldnar
ættu þær að vera löggiltar.
6. Kansellíið telur ekki að eftirlit með búferlaflutningum geri neitt
gagn þegar samband landsdrottna og leiguliða byggir á frjálsum
samningum.
Verslunarnefndin:
Breytingar ástæðulausar því að allt er með kyrrum kjörum
Árið 1834 fór rentukammer þess á leit við nefnd háembættismanna,
sem vann að því að rannsaka íslenskra verslunarlöggjöf, að hún segði
álit sitt á hvort setja bæri frekari reglur um samband landsdrottna og
leiguliða á Islandi. I nefndinni sátu framámenn í dönskum stjórnmál-
um og atvinnulífi, H. Schack, A.S. 0rsted, ].0. Hansen, L.N. Hvidt,
T.A. Hoppe, auk Kriegers stiftamtmanns og Bjarna Thorsteinssonar
amtmanns. Hoppe þessi var bróðir P.F. Hoppes stiftamtmanns, sem
hafði hrundið skjalaskriðunni af stað, og var sjálfur stiftamtmaður á
árunum 1841^47. Nefndin hafði öll fyrrnefnd skrif um málið undir