Saga - 1988, Page 96
94
GUÐMUNDUR JÓNSSON
leigujörð gallalausa sýnist nefndinni, eins og kansellíinu, ekki geta
samrýmst því samningafrelsi sem ríkir á íslandi. Nefndin tekur heils-
hugar undir þá athugasemd kansellís að vankantar fylgja þeirri
skyldu landsdrottna að afhenda jarðir gallalausar og kostnaðurinn
allt of mikill. Ef virðing er sett sem skilyrði fyrir því að landsdrottinn
geti krafist álags og afgjalda af leiguliða, er þvingunin miklu meiri á
íslandi en í Danmörku. Ennfremur vill nefndin taka fram að ákvarð-
anir um þessi mál í Danmörku hafa miðast mjög við það að
beskytte en mindre oplyst Deel af Folket imod en samme i
Kultur og Formue overlegen Klasse, imedens en lignende
Omsorg i Almindelighed er, paa Grund af Landets særegne
Omstændigheder, unodvendig i Island.
Ef málin eru athuguð út frá hagsmunum opinberra aðila, sem vilja
kappkosta að hýsing jarða sé í góðu lagi, væri ósamkvæmni að koma
slíku eftirliti einungis á fyrir leigujarðir en ekki allar jarðir. Nefndin er
einnig andvíg því að komið verði á jarðaúttektum að viðlögðum refs-
ingum, því að slíkar þvinganir gætu grafið undan eignarréttinum. Að
framansögðu mælir nefndin gegn öllum breytingum sem kynnu að
skerða frjálsræði það sem nú ríkir í samskiptum landsdrottna og
leiguliða.
4. Nefndin er á sama máli og rentukammer og kansellí um að ekki
beri að framfylgja ákvæði laganna frá 1705 sem leggur bann við hækk-
un afgjalda og kvaða frá því sem venja hefur verið frá ómunatíð. Við
rök rentukammers má bæta að frjáls samningsréttur um fjárhæð
afgjaldanna tryggir jafnrétti, enda vitna flest álit embættismannanna
um að frjálsræðið í þessum efnum á íslandi hafi ekki haft rangsleitni
í för með sér. Pað er viðurkennt að jarðir á íslandi eru undirorpnar
ýmsum breytingum, afkasta yfirleitt ekki eins miklu og áður fyrr og
séu því ofmetnar í jarðabókinni frá 1760. Af þessari ástæðu einni ætti
fjárhæð og greiðslumáti afgjaldanna að vera samkomulagsatriði aðila,
án tillits til þess hvað greitt var áður af jörðinni. Leiguliðar á fslandi
eru ekki aðgreind stétt eins og í Danmörku, þar sem ætla má að þeir
standi landsdrottnum ekki á sporði, og er þar af leiðandi ekkert var-
hugavert við að láta samningsaðilum eftir að semja um greiðslu
afgjalda í formi vinnukvaða eins og tíðkast með mannslánin. „Ved-
kommende selv ville nok heri, som i alt ovrigt bedst vide at iagttage
deres egen giensidige Tarv."
Nefndin telur því að halda beri í þær venjur sem nú gilda á íslandi,