Saga - 1988, Page 98
96
GUÐMUNDUR JÓNSSON
deildu um túlkun laga, hvort bannað væri að hækka venjubundin
afgjöld jarða eða hvort landsdrottnum væri skylt að útvega við til
endurnýjunar húsa, en sem kunnugt er hafði þessari skyldu verið
varpað á herðar leiguliðanna. Hæst bar þó ágreininginn um hvort til-
skipunin frá 15. maí 1705 tæki til allra leiguliða eða aðeins landseta á
konungsjörðum. Petta skipti auðvitað meginmáli fyrir bændastéttina,
vegna þess að spurningin stóð um hvort lög skipuðu fyrir um lífstíð-
arábúð á öllum leigujörðum eður ei.
Loks má nefna að það hefur síður en svo dregið úr óvissunni um
réttarsamband landsdrottna og leiguliða að miklir og andstæðir hags-
munir voru í húfi, og var þessum hópum mjög í mun að geta sveigt
lögin að sínum skilningi. Pað réð úrslitum að aðeins annar aðilinn
hafði aðgang að ríkisvaldinu, annaðist reyndar framkvæmdavald og
dómstörf í landinu. Lagaboð til að bæta hag leiguliða voru hvorki
skýr né almenn og gáfu talsmönnum landeigenda tækifæri til að
teygja þau og toga, þannig að réttarbætur leiguliða voru að engu
gerðar.1 Skýrsla Bjarna Thorsteinssonar, bréf Þórðar Björnssonar
sýslumanns og álit dönsku stjórnardeildanna eru einmitt gott dæmi
um einhliða túlkun laganna út frá sjónarhóli landsdrottna. Stjórnar-
deildirnar reyna að nokkru að skýra Iagalega stöðu málsins, en
úrskurður þeirra er næstum undantekningalaust leiguliðum í óhag.
Eina dæmið um hið gagnstæða er tillaga rentukammers um að leigu-
máli taki ekki að fullu gildi fyrr en landsdrottinn hefur afhent leigu-
liða jörðina gallalausa að undangenginni löglegri úttekt, eins og tíðk-
ast í Danmörku. Tillagan hlaut þó hvorki náð fyrir augum kansellís-
ins né verslunarnefndarinnar.
En málið allt er stjórnardeildunum viðkvæmt vegna þess að afstaða
þeirra, sem óneitanlega stjórnast af viðhorfum landeigenda, hvílir
ekki á traustum lagagrunni. Kansellíið viðurkennir að Iöggjöfin sé
óljós, en er samt sem áður ekki annt um að koma málinu á öruggan
lagagrundvöll vegna þess að það kynni að vera túlkað sem svo að ver-
ið væri að innleiða lagabreytingu! Kansellíið telur óþarft að afnema 1-
grein laganna frá 1705 um bann við hækkun afgjalda frá því sem forn
1 Vitnisburður skjalanna um réttarbætur leiguliða og framkvæmd þeirra stangast á
við orð Þorkels Jóhannessonar í Alþingi og atvinnumálin (1948), 13, þar sem segir:
„Þótt bréf þessi og tilskipanir eigi fyrst og fremst við byggingu konungsjarða, má
telja, að þau sýni höfuðreglur um byggingu jarða yfirleitt á þessum tíma." - Sjá
ennfremur Guðmundur Hálfdanarson: „Afkoma leiguliða" (1980), 14-15.