Saga - 1988, Page 99
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
97
venja kveður á um, þar sem sú regla hefur skapast að hunsa hana!
Verslunarnefndin er sama sinnis: ástæðulaust er að setja nýtt laga-
ákvæði þar eð engin málaferli eða lagaþrætur eru uppi, heldur „geng-
Ur málið sinn rólega gang" og „frjáls samningsréttur" mun smám
saman breiðast út.
Á íslandi var landeigendaveldi, þar sem hagsmunir þeirra sem áttu
jarðir réðu bæði lögum og réttarframkvæmd. Leiguliðar áttu sér ekki
viðreisnar von á meðan umboðsstjómin innanlands var í höndum
stórjarðeigenda og umboðsmanna opinberra eigna og stefna danskra
stjórnvalda miðaðist við það að mjólka sem mest landseta sína. Þá
sjaldan leiguliðum gafst tækifæri til að láta rödd sína heyrast, vom
umkvörtunarefnin yfrin. í gagnmerkri athugun á störfum lands-
nefndarinnar fyrri 1770-71, segir Harald Gustafsson að aðalefnið í er-
mdum alþýðu til nefndarinnar hafi verið klögumál leiguliða yfir
landsdrottnum.1 Landskuld var of há og ekki tekið tillit til þess að
jarðir spilltust og afköstuðu þar af leiðandi minnu. Kvaðir vom marg-
ar og miklar, einkum á jörðum Skálholtsstóls: mannslán, skipsáróðr-
ar/ hestlán, dagsverk o.fl. Landsdrottnar veltu skyldum sínum á
leiguliðana, sem var gert að borga tíund, endurnýja leigukúgildi og
afla húsaviðar, þótt landsdrottni bæri samkvæmt lögum að sjá um
þetta.2
Á ofanverðri 18. öld mátti greina stefnubreytingu hjá dönsku
stjórninni í landbúnaðarmálum á íslandi og varðaði hún á ýmsa lund
samskipti landsdrottna og leiguliða. Það mátti heita liðin tíð að kon-
uugsvaldið færi fyrir landeigendum í yfirgangi gagnvart leiguliðum
með harðýðgislegri innheimtu afgjalda, auknum kúgildaleigum og
þó sér í lagi ýmiss konar kvöðum. Umbótastefna í efnahagsmálum
tékk byr undir báða vængi í Danmörku og eftir 1784 náði hún
hámarki. Leiguliðar voru leystir úr átthagafjötrum og dregið var stór-
^ega úr kvaðavinnu. Jörðum var skipt og ýtt var undir einyrkjabúskap
°8 sjálfsábúð. Á tiltölulega skömmum tíma skrapp danska þjóðin
Undan „einhverju hinu argasta landsdrottnaríki, sem sögur geta
2 9usta^ss°n, Harald: Mellan kung och allmoge (1985), 138-140.
meginatriðum gilti þetta líka um 19.öld eins og kemur t.d. fram 1 athugun Guð-
ntundar Hálfdanarsonar, „Afkoma leiguliða" (1980), 10-18, á kjörum leiguliða í
sveitunum sunnan Skarðsheiðar. Pað virðist regla að leiguliðum hafi verið gert að
alda uppi öllum lögskilum af ábýlisjörðum sínum sbr. Álitsskjal um skattamál
tslands (1877), 17.
7