Saga - 1988, Page 103
SAMBÚÐ LANDSDROTTNA OG LEIGULIÐA
101
arhættir ekki að neinu ráði á íslandi, hvað þá að hróflað væri við
félagsgerð landbúnaðar, enda hélst hann merkilega frumstæður á
þessu tímabili.
Skjölin setja samband landsdrottna og leiguliða undir skært ljós og
vel má lesa úr þeim hvaða mál brunnu heitast á leiguliðum. Stuttur og
óviss ábúðartími hefur verið leiguliðum mikill þyrnir í augum og
hafði jafnframt víðtæk samfélagsleg áhrif, eins og skilmerkilega er
greint frá í áliti Páls Melsteðs og reyndar einnig hjá Grími Jónssyni.
Skjölin styrkja enn frekar það álit að flestar jarðir hafi fyrrum verið
feigðar bændum til skamms tíma, eins til tveggja ára eða til óákveðins
tíma. Lífstíðarábúð heyrði til undantekninga nema á konungsjörð-
um, þar sem hún varð fyrst að reglu fyrir norðan og austan í tíð
Gríms Jónssonar að sögn hans sjálfs. Tölur Gunnlaugs Briems, sýslu-
manns Eyfirðinga, eru fróðlegar. Hann segir að við athugun á 403
leiguliðum hafi einungis 59 eða 15% haft byggingarbréf upp á fasta
ábúð, 76 eða 19% höfðu bréf með hálfs eða eins árs uppsagnarfresti,
eu 268 eða 66% höfðu engin byggingarbréf og áttu því erfitt með að
verjast geðþóttauppsögnum landsdrottna. Leiguliðar þurftu því
sífellt að vera að tryggja sér og sínum áframhaldandi ábúð og var
Ur>dir hælinn lagt hvort þeir fengju leigusamning framlengdan.
Afleiðingar þessa stutta og ótrygga ábúðartíma voru geigvænlegar.
Bændur urðu oft að flytja bú sitt og kvað svo ramt að þessu að tíðir
húferlaflutningar mega heita sérkennandi fyrir íslenskt samfélag
fyrrum. Hér ríkti því eiginlega andhverfa átthagafjötranna, sem plög-
uðu bændur víða í Evrópu fram eftir öldum. Erlingur Brynjólfsson
sagnfræðingur hefur athugað flutninga bænda sérstaklega og leiddi
rannsókn hans á Skagafjarðarsýslu á 19. öld í ljós að 38% allra bænda
bÍuggu á einni jörð í sínum búskap, 25% á tveimur jörðum, 17% á
Þremur jörðum, en um 20% á fjórum og allt að fjórtán jörðum. Taka
Verður tölur þessar með fyrirvara, til að mynda vitum við ekki hvort
ástandið í Skagafirði var dæmigert fyrir landið allt. Einnig er rétt að
hafa í huga að einungis rúmur helmingur bænda sem bjó á einni jörð
stundaði búskap lengur en í tíu ár, því að margir brugðu búi, fóru í
vinnumennsku eða húsmennsku eða féllu frá. Pá eiga þessar tölur við
1 Erlingur Brynjólfsson: „Bagi er oft bú sitt aö flytja". - Sjá einnig Bjöm Teitsson:
E'gnarhald og ábúð (1973), 140-141.
/Imtsbókasafnið
á J-lkureyri