Saga - 1988, Page 106
104
GUÐMUNDUR JÓNSSON
hins vegar upphafið að þrálátum deilum um Ieiguábúð og réttarsam-
band Iandsdrottna og Ieiguliða sem settu mark sitt á þjóðmál 19. ald-
ar. Lengi vel fylgdi þetta mál stórhuga áformum um heildarendur-
skoðun á landbúnaðarlögum, og varð eitt með öðru til þess draga
réttarbætur leiguliðum til handa á Ianginn. Ábúðarmálin komu til
kasta embættismannanefndarinnar 1839-41 og strax á fyrstu árum
alþingis voru ýmsir angar þeirra til umræðu. Verulegur skriður komst
á þessi mál 1865, þingnefnd var kosin og nokkrum árum síðar var
konungkjörin nefnd sett á laggirnar sem skilaði áliti 1878. Stjórnar-
frumvarp um endurskoðun landbúnaðarlaga var lagt fyrir alþingi
1879 og rætt á þremur þingum. Voru loks samþykkt Iög um bygg-
ingu, ábúð og úttekt jarða 1883, en ávinningur leiguliða af þeim var
lítill. Hann var helst sá að lögin skipuðu fyrir um takmarkaða greiðslu
til fráfarandi leiguliða fyrir jarðabætur, en að öðru leyti bjuggu leigu-
liðar við sama kost og fyrr. Nema hvað nú var búið að lögbinda þær
venjur sem landeigendur höfðu komið á með tímanum i trássi við til-
skipanir frá 17. og 18. öld: ábúðartími, landskuld og leigur voru
óbundin, leiguliði ábyrgðist innistæðukúgildi, viðhald og fyrningu
húsa, og greiddi alla skatta og skyldur af jörðinni. Landeigendur
drottnuðu enn yfir Ieiguliðum. Segja má að leiguliðar hafi fyrst unnið
sigur í aldalangri réttindabaráttu með lögum um ábúð jarða frá 1933.
Par náðu fram að ganga gamalkunnug réttindamál: leiguliðum var
tryggð Iífstíðarábúð á flestum jörðum, nema ef landsdrottinn vildi
byggja jörðina sjálfur; landsdrottinn var skyldaður til að láta nauð-
synleg hús, að dómi úttektarmanna, fylgja jörðinni, leiguliðum skyldi
greitt fyrir húsa- og jarðabætur sem úttektarmenn töldu gagnlegar,
ábyrgð á fyrningu húsa var komið á landsdrottin, hóflegt hámark var
sett á leigu eftir innistæðukúgildi og takmörk voru sett við því að
undanskilja landsnytjar og hlunnindi frá leigujörð. Þessi lög máttu
vart seinna koma, ef löggjafinn ætlaði einhvern tíma að gera vel við
leiguliða, því nú var jarðeignaskiptingu í Iandinu svo komið að leigu-
liðar töldust í minnihluta meðal bænda og fór þeim ört fækkandi.
Summary
The article provides an account of reports, written 1829-35, from officials in
Iceland and the authorities in Copenhagen on tenancy and relations between
landlords and tenants in Iceland. The participants in the correspondance
were the highest royal official in Iceland, the governor-general, stiftamtmað-