Saga - 1988, Page 110
108
EINAR PÁLSSON
ýmsir höfðu ætlað. Er svo að sjá sem sagnfræðingar hafi ekki gefið
þessu gaum enn í dag; mér vitanlega hefur enginn úr þeirri sveit
rannsakað hugsanlegt táknmál - og þar með miðaldamerkingu -
helzta efnis af goðrænum toga sem í fornritum er að finna.
Gapið sem við blasir er firnavítt. Hér á eftir verða settar fram tilgát-
ur, er varða tvö þekktustu tákn fornrita: Ingólf Arnarson og Njál
Þorgeirsson á Bergþórshvoli. Samkvæmt mínum niðurstöðum verð-
ur hvorugt táknið frá goðsögnum skilið; sagan af Ingólfi og Hjörleifi
er gagnskotin goðrænu efni og sagan af Njáli er allegóría að miðalda-
hætti, reist yfir goðsögn. Eigi er þannig heimilt að rita svo um Ingólf
sem um sagnfræði sé að ræða og enn síður að greina svo frá Njáli sem
skáldskapur að nútíðarhætti búi að baki. Er borin von að nokkur
sagnfræðingur, sem eigi hefur gert sér þessi frumatriði ljós, botni í
helztu niðurstöðum undirritaðs af rannsókn táknmáls. Eftir því sem
ég hef rannsakað fleiri sögur hefur táknmál íslendingasagna orðið mér
ljósara, og er nú svo komið, að unnt er að flokka um tvo tugi þeirra
með sögnum Ingólfs og Njáls í samræmi við goðsagnirnar sem á er
reist. Sá sem ekki tekur tillit til slíks meginatriðis við mat á sagnfræði-
gildi texta, flýr í raun meginspurningar efniviðarins.
Eðli hugtaka
Samkvæmt almennum skilgreiningum um tungumál er áætlað, að
hvert þeirra gegni sínu hlutverki og fullnægi þeim kröfum, sem til
þess eru gerðar í því þjóðfélagi sem notaði það.1 Petta merkir, að gera
verður ráð fyrir sérstöku tungutaki, sérstakri tjáningu, innan hvers
samfélags, sem síðan ber að þýða yfir í hugtök, sem nútímamönnum
eru skiljanleg. Petta hefur ekki verið gert í íslenzkum fornritaútgáfum
að neinu ráði.
Mikill hluti íslenzkra heimilda fornra er sagður á táknmáli. Pað sem
íslenzkufræðingum bar að gera var að leita þess hlutverks, er táknin
gegndu í upphafi og að skilgreina þann veg, hvernig mál frumbyggja
íslands fullnægði þeim kröfum sem til þess voru gerðar - í því þjóð-
félagi sem það notaði.
1 Sjá t.d. orð Hreins Benediktssonar í Páttum um íslenzkt mál, Almenna bókafélagið
1964, s. 16.