Saga - 1988, Page 111
RÓM OG RANGÁRÞING
109
Þetta hefur verið reynt í ritsafninu Rætur íslenzkrar menningar (hér á
eftir skammstafað RÍM).1
Meginreglan
Það er viðtekin regla í vísindum, að engin grein teljist rannsökuð á
fullnægjandi hátt, ef einhverju mikilvægu efni, er hana varðar, er
sleppt úr rannsókninni.
Fornleifafræðingurinn W.F. Albright orðar þetta svo:
It has well been emphasised by thinkers that no science can be
regarded as solidly established while there is any serious gap
in recording and interpreting accessible evicence.2
í fornum ritum íslenzkum er mikið af textum, sem aldrei hafa feng-
izt skýrðir á fullnægjandi hátt. Er þar einkum átt við texta, er varða
trúarbrögð, landnámssagnir og annað þess háttar. Enginn skilur ver-
öld fornmanna, nema hann skilji hvaða hugmyndir búi að baki. Hæf-
ustu málfræðingum íslendinga hefur yfirsézt um meginatriði: þeir
hafa lítt sem ekki sinnt einum mikilvægasta þætti málsins - táknun-
um (í merkingunni symbols á ensku). Þar hefur því myndazt gap í
skilningi á fomum textum.
Skilningur á táknum
Hvernig skilgreinir maður það táknmál, sem hvergi er til skýrt á bók?
Um þá meginspurningu fjallar RÍM. Rétt eins og goðsagnir eru gagn-
stæða sagnfræði má telja rannsókn þeirra gagnstæðu rannsókna í
Sagnfræði: augljóslega gilda önnur lögmál um þann „sannleik", sem
ekki varðar persónur og einstaklinga - framvindu atburða - en um
hinn, sem varðar eilífa þekkingu, form og hlutföll heimsrásar. Finnst
mér ein setning Gísla Gunnarssonar sagnfræðings ágæt til að skýra
utuninn: „Áherzlan á tímavíddina, breytingarnar og margbreytileik-
ann í samfélagsgerð, skapa sérstöðu sagnfræðinnar innan félagsvís-
Einar Pálsson, Rætur islenzkrar menningar, sjö bindi 1969-1985, Mímir, Reykjavík.
Með styttingunni RÍM er einnig átt við óbirtar frumrannsóknir.
^ Albright, From the Slone Age to Christianity, Doubleday & Co. Inc. New York