Saga - 1988, Page 112
110
EINAR PÁLSSON
inda."1 Það sem Gísli virðist eiga við er, að engin sagnfræði sé til án
viðmiðana við framvindu tímans og að sagnfræðin skiljist ekki, nema
hliðsjón sé höfð af þeirri samfélagsgerð, sem var umgjörð þeirra við-
burða, sem til athugunar eru.
Spurningin um eðli sagnfræði er skemmtilegt íhugunarefni, sem
verður ekki gaumgæft frekar hér; meginatriði á þessum stað er, að
þótt ýmsir sagnfræðingar hafi hugsað líkt og Gísli, hefur fjölda þeirra
skotizt yfir þá einföldu staðreynd, að þeim ber að skilja hugmyndirn-
ar að baki atburðum til að skrá sögu. Gísli er sammála einni helztu
grundvallarforsendu RÍM: „Samfélög fyrri alda á sem mest að dæma
út frá forsendum viðkomandi tíma."2 Til að öðlast heildarsýn yfir það
samfélag, sem við erum að lýsa, þurfum við að skilja grundvöll þeirr-
ar hugmyndafræði, er ríkti, þá er „viðburðir" manna eða goða áttu
sér stað. Á þessu byggist RÍM; menn skilja hvorki sagnfræði né annað
efni texta, ef þeir botna ekki í máli textans.
Skoðun og álit
Einn stærsti þröskuldurinn í vegi húmanískra rannsókna er lítt
grundvölluð „skoðun" fræðimanns. Menn límast við „skoðanir"
sínar, binda trúss við „álit", sem þeir hafa sett fram og telja sig menn
að minni, ef „skoðun" þeirra eða „áliti" er hnekkt. Hvernig ættu
menn að rannsaka goðsagnir, ef „skoðanir" þeirra réðu ferð? Eigi
verður séð, að það verði gert af skynsamlegu viti - nema því aðeins,
að merking goðsagnanna hafi verið ráðin og skilgreind. Pegar rann-
sóknir RÍM hófust, hafði nær ekkert starf verið unnið hérlendis í
þessa veru. íslendingar áttu sér að vísu Lexicon Poeticum, sem var stór-
virki á sinni tíð, en sá góði bálkur er í raun ekki annað en hjálpartæki
til áframhaldandi rannsókna.
í RÍM varð það verklag ofan á að beita tilgátuforminu. Svo gjörsam-
lega ólíkt öllu, sem okkur hafði verið kennt, reyndist það sem upp
valt við beiting skóflunnar, að óhugsandi var að leggja fram skoðanir
og álit við hvert fótmál. Þeirri stefnu var því fylgt að setja ávallt fram
niðurstöðu af rannsókn, hvort sem við skildum hana eða ekki sam-
1 Gísli Gunnarsson í Sögnum, 4. árg. 1983, s. 26.
2 Sama heimild.