Saga - 1988, Page 116
114
EINAR PÁLSSON
Athugun í Flórenz
Hermann Pálsson hefur sett fram þá skoðun, að sjálfsagt sé að beita
tilgátum - enda þótt eigi sé unnt að prófa þær: „í slíkum rökræðum
[um Hrafnkels sögu] er óhjákvæmilegt, að beitt sé tilgátum, sem
aldrei verða sannaðar, enda gegnir svipuðu máli um túlkanir á forn-
um bókmenntum yfirleitt."1 Viðhorf RÍM er öfugt: ég fæ ekki séð, að
tilgátur séu hæf rannsóknartæki, nema unnt sé að prófa þær. Annað
verður að telja ágizkanir fremur en fræðileg verkfæri.
En hvernig verða niðurstöður um forna hugmyndafræði íslendinga
prófaðar? Mér kom til hugar borgríkið Flórenz, höfuðvígi endurfæð-
ingarinnar ítölsku. Pað borgríki hefur verið rannsakað flestum betur;
að auki eru heimildir, er það varða, fremur aðgengilegar. í því ríki
lifðu fornar hugmyndir Pýþagórasar, þar var forn heiðni hafin til
vegs. Er rannsókn þessari lýst í Hvolfþaki himins. 2 Tuttugu og fjögur
efnisatriði voru tekin til sérstakrar greiningar og reyndust þau hlaðin
sömu merkingum innan svipaðra sambanda og íslenzkar hliðstæður,
sem ráðnar höfðu verið af táknmáli íslendingasagna. Þessi niðurstaða
kom flatt upp á flesta; þó stendur hún í öllum sínum einfaldleik. Pað
var f peki sú, sem jafnan er kennd við Pýþagóras, sem vísaði til merk-
ingar í Flórenz.
Forspá um Róm
Ein aðalástæða þess, að vettvangsrannsókn var gerð í Flórenz, var sú,
að samsvaranir með menningarþáttum Rómverja og íslendinga voru
of margar til að unnt væri að skýra þær sem tilviljun. Var sterkt til
orða tekið um þessi efni í Rammaslag 1978, þar sem athuguð voru
tengsl goðs við landamerkjastein. Var m.a. bent á þá samsvörun, sem
er með Kárahugtaki íslendinga og Terminusi* Rómverja; ættfærsla
hugmynda rakin til Pýþagórasar. Var áætlað, að hugmyndatengslin
* Terminus var vættur landamörkunar í Róm og hefur þótt torskilin. Líkur benda til,
aö notkun Kára-hugtaks íslendinga eigi eftir að varpa ljósi á eðli Terminusar.
1 Hermann Pálsson, Siðfræði Hrafnkels sögu, Heimskringla, Reykjavík 1966, s. 12.
2 Hvolfþak himins er sjöunda bindi R/M og fjallar sérstaklega um vettvangsrannsókn í
Flórenz (1985).