Saga - 1988, Page 118
116
EINAR PÁLSSON
Orða má þetta svo, að rannsakandinn segi eitthvað á þessa leið:
Ykkar niðurstaða er sú, að Róm hafi vaxið skipulagslaust um hæðirn-
ar í Latium. Sú niðurstaða er út af fyrir sig ekki vefengd, en táknmál
goðsagna í íslenzkum miðaldaritum bendir eindregið til, að þessu
hafi verið öfugt farið - að Róm hafi verið skipulögð á líkan hátt og
alþingi á Pingvöllum. Engar deilur eru þannig uppi um málið, ekkert
„rifrildi", heldur eingöngu skipti á upplýsingum. Slík skipti eru for-
senda þess, að fræðimenn mismunandi greina fái unnið saman.
Launhelgar Pýþagórasar
Orðin um Pýþagóras, sem vísað var til í Flórenz 1980, varða eina
helztu gátu fomrar lögspeki. Þeir Saleukus og Karondas* sem skópu
réttarríki á Sikiley og töldust frumkvöðlar lagasmíði um grískar lend-
ur Ítalíu, em sagðir hafa numið fræði sín „ekki í herbergjum lög-
manna" heldur í „hinum leyndu afdrepum Pýþagórasar, sem nú em
helg og fræg." Heimild að þessum orðum þykir frábær; það er sjálfur
Stóuspekingurinn Seneca** inn yngri, sem ritar svo á fyrstu öld eftir
Krist.1 ítalskur doktor í lögum, Luigi de Benediktis, greindi mér frá því
þar syðra, að honum væri eigi kunnugt um neina skýringu á þessum
einkennilega fróðleik. Sigurður Líndal tjáir mér, að hann viti ekki til
þess heldur, að þessi sérkennilega ættfærsla Rómaréttar hafi verið
skýrð.
Það sem við var miðað í Flórenz telst ein helzta niðurstaða RÍM, sú,
að mikill fjöldi efnisatriða goðaveldisins íslenzka skýrist, ef gert er ráð
fyrir þeim lærdómum, sem kenndir em við Pýþagóras í efniviðnum,
en liggi óskýrðar að öðmm kosti. Þetta hefur nú þegar verið rætt í sjö
bindum ritsafnsins. íslendingar standa þannig skyndilega frammi
fyrir þeirri staðreynd, að skýring RÍM er að öllum líkindum sú eina,
sem komið hefur fram á pýþagórskum gmndvelli Rómaréttar. En sú
skýring er óaðskiljanleg frá mörkun lands og þings. í skýrslu á ensku,
sem gerð var fyrir nokkra ítalska arkitekta og annað áhugafólk árið
1981, var orðalagið ámóta afdráttarlaust og hið íslenzka áður:
* Saleukus og Karondas, kenndir við Katana á Sikiley, voru grískir lögspekingar er
settu nýlendum Grikkja á Sikiley og suðurhluta Ítalíuskaga lög á 6. öld f. Kr.
** Seneca yngri (Lucius Annæus), 4 f.Kr.?-65 e.Kr., stjómvitringur og heimspeking-
ur, kennari Nerós keisara.
1 Sjá Seneca, Letters from a Stoic, Penguin 1969, s. 163.