Saga - 1988, Page 122
120
EINAR PÁLSSON
í þvermál og alþingi markað við honum. Eru þau mál skýrð í bindun-
um sjö. (Miðað er við rómversk fet, 29.696 cm, sem danskir fomleifa-
fræðingar telja að notuð hafi verið við nákvæmnismælingar í Dan-
mörku á víkingaöld.)
Verklag Piero Maria Luglis byggist ekki á hugmyndafræðilegum
viðmiðunum. Það byggist einfaldlega á mælingum. Lugli teiknar á
kort helztu minjar fomrar búsetu og gerir yfir þær heildarplan frá
ýmsum tímum. Gjörólíkt verklag liggur þannig að baki. En sé Baugur
Rangárhverfis tekinn sem viðmiðun, má orða einföldustu tilgátur er
Róm varða svo:
1. Það mun í ljós koma, að Rómaborg hin forna var byggð á Baug.
2. Það mun í ljós koma, að sá baugur var heimsmynd, spegilmynd af
sjóndeildarhring, þ.e. alheimi, eins og menn skildu hann að
fomu.
3. Það mun í ljós koma, að Baugurinn var jafnframt skiptur í átta
geira eða rimar.
4. Það mun í ljós koma, að sumar- og vetrarsólstöður gegndu megin-
hlutverki í mörkuninni.
Það er þetta, sem Lugli finnur og birtir í Campidoglio 20. apríl 1986.
(Yfirlýsingin var gefin 20. apríl, en miðuð við „afmælisdag Rómar"
21. apríl.)
Forspáin
Þau fjögur meginatriði, sem að framan em talin, em m.ö.o. ljós og
eigi umdeild: hinn ítalski arkitekt kemst að sömu niðurstöðu og sá
sem þetta ritar - á allt öðmm forsendum. Er í því sambandi fróðlegt
að rifja upp þær tilgátur, sem birtar vom í Baksviði Njálu 19691 og ég
tel nú að mestu staðfestar með prófunum. Svo segir þar í tilgátu 64,
að viðmiðanir framangreindrar heimsmyndar muni koma heim við:
a) Tölvísi Eddu og íslenzkra fornsagna
b) Tölvísi Indverja, Súmera og Egypta allt frá því á síðsteinöld
c) Hugmyndafræði komkonungdæma suðlægari samfélaga
d) Margs konar forn trúarbrögð
1 í Baksviði Njálu 1969, fyrsta bindi sem gefið var út þeirra athugana, sem hér eru
nefndar RÍM, eru settar fram 64 tilgátur um hugsanlega beitingu tölvísi í
Rangárhverfi. Orð eru að mestu lögð í munn Katli hæng landnámsmanni,
gerð sniðin að verklagi Snorra við ritun Gylfaginningar, þ.e. upplýsingar lagðar
í munn Katli líkt og Snorri notar þrenningu til að skýra goðafræðina.