Saga - 1988, Page 126
124
EINAR PÁLSSON
Snorra-Eddu : „Par váru í borginni tólf höfðingjar ... [Óðinn skipaði í
Sigtúnum] höfðingjum ok í þá líking, sem verit hafði í Trója, setti tólf
höfuðmenn í staðinum at dæma Iandslög, ok svá skipaði hann réttum
öllum sem fyrr hafði verit í Trója ok Tyrkir váru vanir."1
Neleus og Pelías
Eins og að framan segir er það niðurstaða RÍM, að Brennu-Njáls saga
hafi verið rituð í samræmi við svonefnda „allegórska" rithefð mið-
alda. Pað merkir, að margs konar hugmyndir tengjast annars vegar
goðsögnum og hins vegar sagnfræðilegum atriðum verksins og skilj-
ast slík efni ekki nema túlkun finnist á táknunum. Slík túlkun hefur
verið reynd og margvíslega skýrð í bindunum sjö. Tel ég raunar alls
óþarft lengur að ræða allegóríu Njálu með fyrirvara; slíkur fjöldi atriða
hefur hlotið staðfestingu af prófunum, að líkunum verður einungis
lýst í stjarnfræðilegum tölum. Pað er nú eitt merkilegasta og - að
mínu viti - Iangforvitnilegasta verkefni íslenzkrar sagnfræði að skýra,
hvernig á furðulegri samþætting goðsagnar og sagnfræði stendur í
þeim ritum, sem að Iúta. Pannig fæ ég ekki séð, að neinn vafi leiki á
goðsögninni um Njál og Flosa. Hitt er jafnljóst, að samanburður við
önnur rit virðist staðfesta, að bæði Njáll Porgeirsson á Bergþórshvoli
og Flosi Þórðarson á Svínafelli hafi verið sagnfræðilegar persónur.
Þarna er því ærið verk að vinna.
Neleus og Pelías* forngrískrar goðafræði koma við Trójusagnir.
Pelías (Flosi) brennir inni Neleus (Njál) í borginni Pylos (Hadou Pylai:
Hliði Heljar). Inni brenna ellefu - einn sleppur úr brennunni. Sam-
kvæmt Njálu finna þeir bein ellefu manna eftir Njálsbrennu - einn
sleppur úr brennunni. Par sem grískt P samsvarar germönsku F og
tölum brennunnar ber saman, væri það eitt út af fyrir sig næg ástæða
til þess, að Njálsbrenna íslendinga yrði aldrei skilgreind sem sagn-
fræði nema með fyrirvara.2 En þar sem þeir Neleus og Pelías varða
Trójusagnir, verða tilgáturnar er þá varða settar svo fram í Róm:
* Neleus og Pelías: athygli skal vakin á, að nokkrar útgáfur eru til af helztu goðsögn
Pylos. Þannig er Herakles látinn standa að eyðingunni í einni þekktustú útgáfunni;
í hliðstæðu væri það væntanlega Gunnar á Hlíðarenda.
1 Edda Snorra Sturlusonar, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Islendingasagnaútgáfan,
Akureyri 1954, form. og k. 3-5.
2 Sjá Arf Kelta 1981, sjötta bindi RÍM í heild, einkum k. 32-33.