Saga - 1988, Side 127
RÓM OG RANGÁRÞING
125
Það mun koma í ljós að
21. Grundvallaratriði í upphaflegri goðsögn þeirri, er bjó að baki
hinni íslenzku Brennu-Njáls sögu, finnast í Róm.
22. Helztu goðverur Njálu finnast, svo sem Grímur-Skarphéðinn-
Helgi, Þorgerður-Helga-ónefnd, Njáll og Flosi, Bergþóra og
Hallgerður, Mörður, Gunnar á Hlíðarenda og Kári.
23. Grundvöllur Rómar var lagður með hliðsjón af goðsögn kenndri
við Neleus og Pelías (Njál og Flosa).
24. Brenna Hvols Upphafs, þar sem ellefu farast og einn kemst út var
grundvallaratriði hinnar sameiginlegu goðsagnar Rómverja og
íslendinga.
25. Sá „eini", sem úr brennu Rómar komst, var nefndur Nestor.
Ingólfur Arnarson
Yfirgnæfandi líkur benda til, að frásögn Landnámu af Ingólfi og Hjör-
leifi sé byggð á goðminni. Þetta hefur þegar verið skýrt í R/M;1 enn
bætist fjöldi smáatriða við rökleiðsluna í áttunda bindi RÍM, sem ætl-
að er til útgáfu 1988. Þar sem jafnframt er nær öruggt, að sögnin af
Ingólfi og Hjörleifi verður eigi frá goðsögn Njáls og Flosa skilin - og
að sú sögn ætti að koma við sögu Rómar - er sú ályktun auðdregin, að
innviði goðsagnar Ingólfs sé að finna í Róm. Tilgátur RÍM, er varða
Ingólf og stofnsetningu Rómar, mætti orða svo:
Það mun í ljós koma að
26. Stofnsögn Rómar af Rómúlusi og Remusi* var goðfræðilega skyld
sögninni af Ingólfi og Hjörleifi.
27. Tvennd handa, tölumar tíu og fimm („þrælar" Hjörleifs) gegndu
mikilvægu hlutverki í hinni rómversku goðsögn.
* Rómúlus og Remus eru taldir stofnendur Rómaborgar. Róm er kennd við Rómúlus.
Það var Rómúlus, sem leiddi Janus inn í borgina, goð hliðsins út úr tímanum í norð-
austri. Rómúlus var sonur guðsins Mars, og þannig tengdur úlfi. Sagnir af Róm-
úlusi eru sundurleitar, sambland af arfsögnum, goðminnum og e.t.v. sannfræði; I
fljótu bragði sýnast þær óskyldar sögninni af Ingólfi og Hjörleifi. Það mat breytist
hins vegar, þegar skyggnzt er undir yfirborðið. Rómúlus er jafnan talinn „fyrsti
konungur" Rómar, en þeir Rómúlus og Remus eru þó oft flokkaðir undir „goðræna
tvíbura" í fræðiritum. Númi Pompilius er hins vegar talinn sannsögulegur í sagn-
fræðilegum skilningi.
1 Sjá t.d. sama rit, k. 54-60.