Saga - 1988, Blaðsíða 128
126
EINAR PÁLSSON
28. Steinn tengdur tölunni þrem, svo og Miðja, voru meginhugtök í
Róm.
29. Jafngildi „Helgafells" gegndi mikilvægu hlutverki í hugmynda-
fræði Rómar.
30. Hof var skorðað við tilteknum áttavísunum stjarnhimins - meg-
inhof við sólstöðum.
Tölvísi
Eigi eru allmörg ár síðan fræðimenn almennt sniðgengu hugsanlega
tölvísi landnámsmanna íslands. Eigi kom það eitt til, að húmanistar
teldu sig vart skilja þau mál, heldur var það algengur hugsunarhátt-
ur, að landnámsmenn íslands frá Noregi hefðu fátt sem ekkert kunn-
að í helztu fræðum klassískrar fornaldar og miðalda. Niðurstöður
RÍM eru gagnstæðar: eigi er einasta, að íslendingar goðaveldisaldar
hafi kunnað nokkuð fyrir sér í tölvísi, heldur var sú tölvísi einmitt sú,
sem mikilvægust hefur þótt í menningarsögu Vesturlanda - hugar-
heimur kenndur við Pýþagóras og Platon* Staðfesting þessa sjá menn
vafalítið í samsvörun tilgátna RÍM við 17. grein Algorismusar** í
Hauksbók - sem eigi hafa fundizt hliðstæður við í erlendum ritum.1 Sú
rannsókn RÍM, sem nú er að koma út, dýpkar á marga vegu þá mynd
sem við blasir. Tölvísin er að sjálfsögðu ein meginforsenda þess, að
unnt reyndist að setja fram tilgátur um samsvörun goðaveldisins
íslenzka, endurfæðingarinnar ítölsku og Rómar hinnar fornu. Helztu
tilgátur er að lúta má orða svo:
* Platon 427?-347 f.Kr., lærisveinn Sókratesar, kennari Aristótelesar. Ferðaðist m.a.
um Egyptaland og Grikkland hið mikla (Suður-Ítalíu), talinn hafa kunnað vel töl-
vísi og „pýþagórsk fræði" stjómskipunar. Rit Platons, Timæus, er sérstaklega
athyglisvert í þessu samhengi.
** Algorismus Hauksbókar, 17. grein: í Hauksbók er rit sem nefnist Algorismus og
fjallar um reikningslist. Meginhluti Algorismusar er talinn þýðing á „Carmen de
Algorismo" eftir Alexander de Villa Dei frá því um 1200. Sautjánda og síðasta grein
Algorismusar hefur hins vegar komið fræðimönnum rækilega á óvart; þeir helztu
er um fjalla (O.B. Bekken og M. Christoffersen) komast svo að orði: „The last para-
graph is an elaboration of a section from the Timæus of Plato." Niðurstaða RlM er
hins vegar, að greinin endurspegli tölvísi hins íslenzka landnáms, enda er Algor-
ismus að finna í sama handriti og aðra frægustu gerð Landnámu. Sautjánda grein-
in skýrir því, hví Algorismus er geymdur í sama handriti og Landnáma.
1 Sjá Hvolfþak himins 1985, k. 33-36.