Saga - 1988, Blaðsíða 129
RÓM OG RANGÁRÞING
127
F>að mun koma í ljós að
31. Helzta tölvísi, sem einatt er kennd (með réttu eða röngu) við
Pýþagóras, finnst í mörkun Rómaborgar.
32. Þríhyrningurinn 3-4-5 var meginhugtak í Róm.
33. Fimmydda stjarnan Alef var mikilvægur hlekkur hugmynda-
fræðinnar.
34. Sú sexydda stjarna, sem nú er jafnan kennd við Gyðingdóm,
finnst í Róm.
35. Talnaröðin 27-54—108-216-432-864-1728 var ginnheilög.
36. Brotið 5Á var mikilvægt.
37. Gullinsnið og pí voru helgar mælieiningar.
38. Hugmyndafræði, sem jafnan er tengd egypzku goðunum ísis og
Ósíris, svo sem mál og vog, var grundvallaratriði í þjóðskipulagi
konungdæmis Rómar.
39. Hliðstæða Heimdallar finnst í Róm ásamt „tónlist himinhvel-
anna".
40. Sköpunar- og heimsslitakenningar Rómverja voru í nánu sam-
ræmi við helztu lærdóma Eddu um Ragnarök og skyld efni.
Lokaorð
Til skýringar fyrir þá, sem ekki hafa kynnt sér RÍM, skal þess getið, að
hið goðræna efni Njáls og Flosa, annars vegar, og Ingólfs og Leifs,
hins vegar, útilokar ekki vissa sannfræði í efniviðnum. Þvert á móti er
það augljóst, að í þeim gögnum, sem vér að jafnaði nefnum „heimild-
ir" frá miðöldum, ægir saman goðfræði og sannfræði. Þetta er sú nýja
mynd, sem við blasir; sá sem niðurstöðurnar sniðgengur, horfist ekki
í augu við stöðu rannsókna eins og hún er árið 1988. Greining hins
goðfræðilega efnis er í raun ómissandi hlekkur við sagnfræðirann-
sóknir: með því að skilja sauði sannfræðinnar frá höfrum goðfræðinn-
ar snarbatna möguleikar sagnfræðinga á að meta efnivið íslendinga-
sagna.
Sterkar líkur benda til, að Ingólfur Arnarson og Njáll Þorgeirsson
hafi lifað. Hver nöfn þeirra voru, er frjótt umhugsunarefni; líkur RÍM
benda til, að Ingólfur hafi beinlínis hlotið /ng-nafnið vegna þess að
hann var fyrstur, og að Njáll hafi verið dæmigervingur hins goðræna
Njáls í vitund kynslóðanna. Allt er það mál hins vegar flóknara en
svo, að hér verði rætt; aðeins skal á það bent, að eigi verður tekið