Saga - 1988, Side 134
132
BJÖRN S. STEFÁNSSON
hefði verið, þetta sé öðru fremur skýringin á stöðnun og sárri
fátækt í landinu öldum saman.
Mér þótti ekki ótrúlegt, að verðhlutföll sérleyfisverzlunarinnar
hefðu getað mismunað bjargræðisvegum þjóðarinnar, enda hafði það
komið fram hjá Jóni Aðils1 og Lúðvík Kristjánssyni.2 Hins vegar
fannst mér ekki trúlegt, að auðmenn landsins, sem sátu vildisjarðir
sunnanlands og vestan og höfðu arð af eigin útgerð eða af aflahluta
vinnumanna sinna úr verinu, hefðu tekið höndum saman við aðra
auð- og valdamenn landsins til að spilla fyrir því, að þessi mikla auð-
lind, sem í sjónum var, yrði nýtt, eins og hagkvæmt væri eftir ástæð-
um hvers og eins. Og hvernig skyldi ótti höfðingja við röskun á valda-
stöðu hafa komið fram? Eins og fleirum leizt mér ekki á að lesa rit um
dönsk og íslenzk málefni samið á ensku í Svíþjóð, og beið það því
þess, að það birtist á íslenzku, að kynnast rökum Gísla.
Ákvæði varðandi sjávarútveg og verzlun
Gísli fjallar mest um síðustu 50 ár sérleyfisverzlunarinnar, en fer samt
aftur fyrir tíma hennar. Auk þess sem hann eignar yfirstéttinni ótta
við, að valdastaða hennar raskaðist, kennir hann hræðslu almenn-
ings og dáðleysi um, að þjóðin tók sér ekki fram um að nýta auðæfi
sjávarins betur.3 Ég hef athugað, hvort ekki megi skýra að fullu við-
brögð heldri bænda og alþýðu með sömu hyggindum og kaupmenn
og útgerðarmenn vildu helzt beita nú á dögum í eigin þágu, en einnig
með tilliti til þeirra sjónarmiða, sem nú ríkja um forsendur sam-
keppni og verðlagslög hvíla á.
Athugum rök Gísla, sem lúta að eftirfarandi orðum hans um
afstöðu til sjávarútvegs:4
Höfðingjar landsins fögnuðu þeim möguleikum til auðsöfnun-
ar, sem efling fiskveiða hafði í för með sér, en samtímis gerðu
þeir ráðstafanir til að hindra að sjávarútvegur ylli einhverjum
meiri háttar breytingum á samfélagsskipan landsins. Pessi
1 Jón Jónsson Aðils: Einokunarverzluti Dana á tslandi 1602-1787. Reykjavík 1919.
2 Lúðvík Kristjánsson: „Þegar flytja átti Islendinga til Vestur-Indía." Saga IX, 140-57.
Reykjavík 1971.
3 Kaflamir 12.1 og 5.5.
4 Bls. 16.