Saga - 1988, Page 135
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
133
andstaða höfðingja við samfélagsbreytingar og þar með einnig
breytingar í atvinnumálum er meðal helstu viðfangsefna þess-
arar bókar.
Ég met athuganir Gísla varðandi ákvæði og aðgerðir, sem lúta að
breytingum á samfélagsskipan nokkurn veginn í tímaröð. í fyrsta lagi
ber að athuga, hvort rök, sem lúta að hagsýni, hafi getað átt við, óháð
afstöðu til breytinga á samfélagsskipaninni. í öðru lagi er um það að
ræða, hvort ákvæði hafi í reynd spillt fyrir breytingum, hvaða rök
sem kunna að hafa verið flutt í málinu.
1. Tilmæli um frjálsa verzlun
Á síðari hluta 16. aldar var konungur tekinn að veita sérleyfi til verzl-
unar hér á landi, „og þótti víðast þegar illa við bregða."1 Er til vitnis
um það sú frásögn Gísla, að
árið 1592 sendi Alþingi beiðni til konungs um að erlendir
kaupmenn fengju að sigla til landsins án sérstakra verslunar-
leyfa og að þeir mættu sigla á hvaða höfn sem var.
Gísli vísar á sama stað til Þorvalds Thoroddsens varðandi andstöðu
alþingis 1576 við verzlun Guðbrands Hólabiskups og leggur síðan út
um „íhaldssama beztu bændur ... (sem) vildu umfram allt varðveita
óbreytt ástand gegn öllum ógnvekjandi nýjungum."
Páll E. Ólason skýrði afstöðu alþingis 15762 og leiðrétti þar gamlan
misskilning, sem Þorvaldur tók upp. Samkvæmt Páli tók alþingi
ótvíræða afstöðu bæði árið 1576 og 1592 gegn sérleyfisskipulagi því,
sem konungur var að koma á, og með frjálsri verzlun, og greindi ekki
á við Guðbrand biskup um verzlunarmál. - Rit Þorvalds birtist að
honum látnum sama árið og leiðrétting Páls.
Samkvæmt forsendum núgildandi verðlagslaga hlyti sérleyfis-
skipulag af því tagi, sem konungur beitti sér fyrir á síðari hluta 16.
aldar, einnig að vekja ógn varða laganna, en vitaskuld eru engar
heimildir til að halda því fram, að slík afstaða sé umfram allt íhalds-
semi.
1 Þorkell Jóhannesson: Búmðarsamtök á íslandi 1837-1937, 20. Reykjavík 1937.
2 Páll Eggert Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi III, 650-53. Reykja-
vík 1924.