Saga - 1988, Page 136
134
BJÖKN S. STEFÁNSSON
2. Um erlenda kaupmenn og innlenda atvinnu
í kafla 2.8. um erlenda kaupmenn og innlenda atvinnu segir:1
íslenskir bændur, einkum landeigendurnir, óttuðust sam-
keppni erlendra kaupmanna um vinnuafl. Peir óttuðust, að
kaupmenn yrðu of voldugir í landinu, ef þeir mættu gera þar
út fiskibáta. ... Þess vegna var veturseta kaupmanna og þjóna
þeirra bönnuð og skyldu þeir aðeins dvelja á íslandi stuttan
tíma á sumrin.
Nú stóð svo á, að kaupmenn höfðu enga ástæðu til vetursetu til
útgerðar. Samkvæmt frásögn Gísla fengu þeir nægan fisk hvort sem
var:2
En verið getur að verðfallið 1550-1600 hafi stuðlað að því að
takmarka fiskframleiðslu íslendinga við þarfir hins sérstæða
markaðar, sem kaupmennirnir í Hamborg höfðu skapað fyrir
íslensku skreiðina, enda voru ekki nýir mikilvægir markaðir
fundnir fyrir íslenskar fiskafurðir fyrr en á seinni hluta átjándu
aldar. Skúli Magnússon fullyrðir raunar, að þannig hafi þetta
verið. Kaupmenn hafi oft fyrir 1750 ... neitað að taka við meiri
fiski en sem nam í fyrsta lagi því magni, er ákveðið var í samn-
ingum við Hamborgara, og í öðru lagi því magni, sem auð-
veldlega var hægt að losna við í Kaupmannahöfn og Danzig.
í bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar má einnig sjá, að
kaupmenn tóku aðeins hluta af því, sem íslendingar buðu þeim af
fiski. Kaupmenn hafa viljað forðast offramboð.
Sérleyfiskaupmönnum var engin nauðsyn að sitja hér að vetrinum,
þar sem þeir sátu einir að allri íslandsverzlun. Með sérleyfinu 1602
var vetrardvöl ekki bönnuð heldur takmörkuð við, að kaupmenn hafi
einn eða tvo sveina á hverri höfn að vetrarlagi „og noget ringe gods at
forhandle ... Indbyggere til Gafn og Forbedring".3 Konungur hlífði
íslendingum ekki við erlendri vetrarútgerð, því að hann gerði sjálfur
út báta að vetri á Suðumesjum og í Vestmannaeyjum.
Öðm máli gegndi þegar fiskur brást, eins og varð á ámnum 1686-
1706. Kaupmenn höfðu konungsútgerðina á leigu á þessum ámm og
1 Gísli Gunnarsson, 38.
2 GG, 56-7.
3 Lovsamling for lsland I, 141.