Saga - 1988, Blaðsíða 137
FORSENDUR OG FYRIRSTAÐA NÝSKÖPUNAR
135
létu sér ekki nægja að gera út 15 báta á Suðurnesjum, eins og konung-
ur, heldur gerðu þeir út 50-60 báta.1
3. Um hræðslu við nýjungar
I kafla 12.1. um hræðslu við nýjungar er fyrst minnzt á áhættu-
hræðslu, einkum meðal fátækra þjóða, en síðan segir svo:2
í öðru lagi er það algengt með þjóðum, að forréttindastéttir ótt-
ist að breytingar gætu ógnað jafnvægi bjargræðisvega og stétta
og stöðu þeirra í samfélaginu.
Nefnir Gísli í því sambandi bann við markönglum. Þegar veitt var á
lóð, var til, að einstakir sjómenn ættu fiskinn af ákveðnum önglum,
sem kölluðust þá markönglar. En markönglarnir urðu framhaldssaga
í dómskerfi vestfirðinga í hálfa öld (1567-1616), segir Gísli,3 og bann-
aðir með mörgum dómum. Var „hættulegt að láta vinnumenn fá
persónulegan ábata við að framkvæma ákveðin verk, slíkt gat ógnað
jafnvægi samfélagsháttanna."4
Stenzt þessi túlkun? Athugum hvað Lúðvík Kristjánsson segir um
marköngla:5
Markönglarnir, sem hver mátti hafa, voru örfáir í upphafi, en
hins vegar virðist þeim hafa fjölgað eftir því sem á leið og há-
setar þá stundum tekið sér sjálfdæmi, að því er fjölda þeirra
snerti. Þegar svo var komið, töldu húsbændur sig ekki lengur
geta unað því, að vinnumenn þeirra hefðu marköngla og afl-
ann af þeim sem hlutarbót, og báru mörgu við. ... Þá var og
borið á háseta, að þeir egndu markönglana með tálbeitu og
jafnvel silungi, á sama tíma og þeir beittu lóð húsbænda sinna
með þorskagni eða öðru verra. Ennfremur voru hásetar ásak-
aðir fyrir að taka öngla af lóðum húsbænda sinna til þess að
láta í stað þeirra, sem misstust af markönglastúfnum.
Um þessi mál var ágreiningur meðal bænda, segir Lúðvík ennfremur,
en mótstöðumenn markönglanna höfðu betur. Húsbændum var hins
1 Saga ískndinga VI, 13.
2 GG, bls. 250.
3 GG, 253.
4 GG, 254.
5 Lúðvík Kristjánsson: íslenzkir sjávarhættir III, 311-12. Reykjavík 1983.