Saga - 1988, Side 138
136
BJÖRN S. STEFÁNSSON
vegar leyfilegt að gefa duglegum vinnumönnum eða formönnum af
afla sínum í vertíðarlok, og taldist sú þóknun hluti af kaupi þeirra.
Síðar var það einnig afnumið, en ákveðið, að aflaskipti skyldu vera
föst.
Lítum okkur nær til að skilja rök málsins og til að gera grein fyrir
því, hvort markönglabannið hafi spillt fyrir hagkvæmum vinnu-
brögðum. Á 7. áratug þessarar aldar komu samtök fiskverkunarfyrir-
tækja og samtök verkafólks sér saman um launakerfi, þar sem hver
einstaklingur fengi kaupauka (bónus) eftir afköstum til þess að ná
meiri árangri. Þeir voru þó til, sem andmæltu þessu launakerfi, þar
sem það leiddi til ójafnaðar og bitnaði á þeim, sem ekki hefðu fullt
þrek.
Nú á þessum misserum er verið að afnema kaupauka einstaklinga
í fiskvinnslu, ekki af því að sjónarmið jafnaðar hafi orðið ofan á, held-
ur að fenginni þeirri reynslu, að það spillti afköstum heildarinnar, að
hver og einn hugsi mjög þröngt um eiginn hag, þegar fleiri ganga
saman að verki. í aðgerð, þar sem hver stendur við sitt borð og
greiddur er einstaklingsbónus, láti fólk undir höfuð leggjast að ganga
í annarra verk, þótt ástæða sé til. í staðinn er nú tekinn upp kaupauki
handa hópnum og kallast hlutaskipti. Strax fréttist um fiskvinnslu-
hóp, sem hélt uppi svo sterkum aga, að þeim, sem þótti slaka á, var
illa vært. - Sjá má einnig hliðstæðu í muninum á launakerfi á skútum,
þegar hver maður markaði afla sinn, og á togurum með föst hluta-
skipti eða föst laun.
Því má velta fyrir sér, í hvaða mæli launakerfi kunni að hafa örvað
sjómenn til afkasta eða dregið úr framtaki, án þess að hafa heimildir
um það. Á árabátum voru svo fáir saman, að návistin hlaut að halda
uppi vinnuaga. Á sjó er mikils um vert, að góður andi sé með
mönnum, en sérdrægni lítil. Þótt hlutirnir væru jafnir, er ekki trúlegt,
að menn hafi legið í leti hver á sinni þóftu. Bóndi fékk hlut vinnu-
manns síns, en hver háseti hlaut orðstír, sem fylgdi honum og mótaði
afstöðu til hans, þegar kom að nýrri vistráðningu. Þótt ákvæði væru
um fast kaup, voru vistir miseftirsóttar. Ekki er því ástæða til að ætla,
að markönglabannið hafi dregið úr afköstum. Ekki er heldur ástæða
til að ætla, að aukinn launamunur vinnufólks hefði hraðað framþróun
atvinnuhátta á þessum tímum, þegar enginn vísir var til að fjár-
magnsmarkaði og launþegar (vinnumenn) áttu ekki kost á annarri
ávöxtun á fé sínu.