Saga - 1988, Page 140
138
BJÖRN S. STEFÁNSSON
atvinnustarfsemi lögbýlanna og við þær aðstæður gátu varla
þróast nýir atvinnuhættir, sem tengdust kapitalisma og þétt-
býli.
Ekki er þarna getið heimildar um kvörtun forstjóra ríkisverzlunar-
innar, en annars staðar vísar Gísli til orða forstjórans um, „að erfitt
hefði verið að fá íslendinga til starfa á skútunum."1 Par var um það að
ræða að ráða íslendinga til veiða á þilskip verzlunarinnar, og kvaðst
Bech forstjóri ekki hafa viljað greiða þeim laun nema þá fjóra mánuði,
sem veiðar stæðu, frá apríllokum til mánaðamóta ágúst-september,
og hefði ekki tekizt að ráða menn þannig.2 Hann getur ekki um,
hvaða laun hann hafi boðið borið saman við almenn laun í landinu,
og minnist ekki á vistarbandið í þessu sambandi.
Um vistarbandið segir Gísli ennfremur:3
Útgerð konunglegu einokunarverslunarinnar á fiskiskipum
við íslandsstrendur 1776-1787 fól í reynd í sér kröfu um það,
að bannið á vinnu íslendinga fyrir útlendinga væri sniðgengið,
hvað sem lagagreinar sögðu: Tilgangur útgerðarinnar var sá að
kenna íslendingum að notfæra sér bestu fáanlegu tækni í fisk-
veiðum og því bað konunglega tollstofan Thodal stiftamtmann
árið 1775 að sjá til þess að hægt væri að ráða íslendinga til
vinnu í skipunum. Slíkt tókst ekki og var meginskýring þess
að sjálfsögðu vistarbandið: Mjög lítið frjálst vinnuafl var til
staðar lögum samkvæmt.
Samkvæmt þessu brá ríkisvaldið vitandi vits fæti fyrir starfsemi
fyrirtækja sinna með banni við lausamennsku. Heimildir nefnir Gísli
ekki fyrir þeirri túlkun sinni, að ríkisvaldið hafi bannað lausa-
mennsku vegna óska andstæðinga sinna í nýsköpunartilraununum.
Meðan annað hefur ekki komið fram um ástæður ríkisvaldsins, þykir
mér hugsanlegt, að bannið hafi verið ráð til að neyða lausamenn í
nágrenni ríkisfyrirtækjanna til að ráða sig þar í vinnu, enda þykir
Gísla sennilegast, að ríkisverzlunin hafi, þegar hér var komið, mátt
ráða íslendinga í vinnu.4
Ég ætla, að högum lausamanna árið 1781 hafi verið líkt háttað og
1 GG, 253.
2 Hans Christian Bech: Om handelen paa Island, 56.1781. Handrit á Landsbókasafni.
3 GG, 41.
4 GG, 42.